Karlmaður sem særðist alvarlega í skotárás á Blönduósi fyrr í mánuðinum og sonur hans, eru báðir með réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins. Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is, en greint var frá því á mbl.is í gær að tveir sakborningar væru í málinu.
Karlmaður sem særðist alvarlega í skotárás á Blönduósi fyrr í mánuðinum og sonur hans, eru báðir með réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins. Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is, en greint var frá því á mbl.is í gær að tveir sakborningar væru í málinu.
Karlmaður sem særðist alvarlega í skotárás á Blönduósi fyrr í mánuðinum og sonur hans, eru báðir með réttarstöðu sakbornings við rannsókn málsins. Þetta staðfestir Páley Borgþórsdóttir, lögreglustjóri á Norðurlandi eystra, í samtali við mbl.is, en greint var frá því á mbl.is í gær að tveir sakborningar væru í málinu.
Tvennt lést í árásinni, eiginkona mannsins og árásarmaðurinn sjálfur, en hann hafði þá náð að skjóta á hjónin með fyrrgreindum afleiðingum. Ekki hefur verið staðfest hvernig andlát árásmannsins bar að, en greint hefur verið frá því sonurinn sé talinn hafa ráðið niðurlögum hans.
Skýrsla var tekin af Kára Kárasyni í fyrradag, en hann hlaut alvarlega áverka í árásinni og lá þungt haldinn á sjúkrahúsi dagana á eftir. Hann er enn á sjúkrahúsi og veikburða en hann er með meðvitund og áttaður og var það metið svo af heilbrigðisstarfsfólki að heilsa hans væri nógu góð til að gefa skýrslu.
Ekki stendur til að taka frekari skýrslur af þeim feðgum í dag eða næstu daga, að sögn Páleyjar.
Páley sagði í samtali við mbl.is í gær að rannsókninni miðaði vel og verið væri að afla gagna úr öllum áttum. Meðal annars væri unnið með tölvu- og símagögn. Enn væri þó beðið eftir niðurstöðum úr ýmsum rannsóknum, til að mynda úr réttarkrufningu sem mun leiða í ljós hvernig andlát árásarmannsins bar að. Páley sagði það ekki liggja að honum hefði verið ráðinn bani.