Fimm útgerðir fá tæplega helming sandkolakvótans

Fiskveiðistjórnunin | 2. september 2022

Fimm útgerðir fá tæplega helming sandkolakvótans

Nesfiskur ehf. er sú útgerð sem hefur mesta sandkolakvótann eftir að kvótasetning tegundarinnar var samþykkt á Alþingi í vor. Alls hefur útgerðin 19,4% hlut í heildaraflamarki samkvæmt útreikningum sem Fiskistofa hefur birt á vef sínum.

Fimm útgerðir fá tæplega helming sandkolakvótans

Fiskveiðistjórnunin | 2. september 2022

Baldvin Njálsson GK er með skráða 9,7% hlutdeild í sandkola, …
Baldvin Njálsson GK er með skráða 9,7% hlutdeild í sandkola, mest allra skipa. Nesfiskur gerrir skipið út. Ljósmynd/Magnús Þór Bjarnason

Nesfiskur ehf. er sú útgerð sem hefur mesta sandkolakvótann eftir að kvótasetning tegundarinnar var samþykkt á Alþingi í vor. Alls hefur útgerðin 19,4% hlut í heildaraflamarki samkvæmt útreikningum sem Fiskistofa hefur birt á vef sínum.

Nesfiskur ehf. er sú útgerð sem hefur mesta sandkolakvótann eftir að kvótasetning tegundarinnar var samþykkt á Alþingi í vor. Alls hefur útgerðin 19,4% hlut í heildaraflamarki samkvæmt útreikningum sem Fiskistofa hefur birt á vef sínum.

Alls hafa 85 útgerðir hlutdeild í sandkola og er mikill munur á hlutdeildum þeirra. Munar rúmum tíu prósentustigum á Nesfiski og Skinney–Þinganesi sem fer með næst mesta sandkolakvótann, 9,25%. Þá fara þau fimm fyrirtæki sem hafa mestu hlutdeildina samanlagt með rúm 48% af öllum aflaheimildum í tegundinni og þau tíu stærstu með 68,3%.

Sandkoli er flatfiskur sem minnir helst á lítinn skarkola.
Sandkoli er flatfiskur sem minnir helst á lítinn skarkola. Ljósmynd/Sjávarlíf

Hafrannsóknastofnun leggur til í ráðgjöf sinni að veiðar á sandkola á fiskveiðiárinu 2022/2023 fari ekki yfir 301 tonn og er því ekki um umfangsmiklar veiðar að ræða. Einnig leggur stofnunin til að sérstaka aflamarkssvæðið frá Snæfellsnesi suður um að Stokksnesi verði lagt niður og að öll sandkolamið verði undir aflamarki.

Þann 15. júní síðastliðinn samþykkti Alþingi frumvarp Svandísar Svavarsdóttur, matvælaráðherra, um um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða með tilliti til veiðistjórn sandkola og hryggleysingja. Með breytingunni varð sæbjúgna-, ígulkera- og sandkolaveiðar kvótasettar.

Verðlítill og ofveiddur

Fram til 1984 var sandkolinn lítið veiddur við Ísland enda verðlítill miðað við aðrar kolategundir, segir í grein á vef Sjávarlífs. Þá segir að afli íslenskra skipa jókst verulega eftir að aflamark var sett á aðrar verðmætari tegundir. Afli náði hámarki á níunda áratug er hann nam um 8.000 tonn en hefur farið hratt minnkandi síðan.

„Þetta helgast af því að bæði var sandkolinn ofveiddur á stærstu sandkolamiðunum í Faxaflóa og vegna þess að sandkolinn er í raun verðlítil tegund. Þar sem hann er verðlítill veiðist hann nú aðallega sem meðafli við aðrar kolaveiðar í dragnót,“ segir í grein Sjávarlífs

mbl.is