Hildur aftur orðuð við Óskarsverðlaun

Hildur Guðnadóttir | 2. september 2022

Hildur aftur orðuð við Óskarsverðlaun

Hildur Guðnadóttir tónskáld þykir líkleg til að verða tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Leikkonan Kate Blanchett fer með aðalhlutverk og stóðu áhorfendur í sex mínútur og klöppuðu að frumsýningu lokinni í gær. 

Hildur aftur orðuð við Óskarsverðlaun

Hildur Guðnadóttir | 2. september 2022

Hildur Guðnadóttir þykir líkleg til að verða enn á ný …
Hildur Guðnadóttir þykir líkleg til að verða enn á ný tilnefnd til Óskarsverðlaunanna. AFP

Hildur Guðnadóttir tónskáld þykir líkleg til að verða tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Leikkonan Kate Blanchett fer með aðalhlutverk og stóðu áhorfendur í sex mínútur og klöppuðu að frumsýningu lokinni í gær. 

Hildur Guðnadóttir tónskáld þykir líkleg til að verða tilnefnd til Óskarsverðlaunanna fyrir tónlistina í kvikmyndinni Tár sem frumsýnd var á kvikmyndahátíðinni í Feneyjum í gær. Leikkonan Kate Blanchett fer með aðalhlutverk og stóðu áhorfendur í sex mínútur og klöppuðu að frumsýningu lokinni í gær. 

Todd Field leikstýrir Tár sem fjallar um þýskt tónskáld, Lydiu Tár. 

Skyldi Hildur verða tilnefnd fyrir tónlistina yrði það ekki í fyrsta sinn, en hún vann Óskarsverðlaunin fyrir tónlistina í kvikmyndinni Jóker árið 2020. Auk þess vann hún til fjölda annarra verðlauna fyrir myndina sama ár og einnig fyrir þættina Chernobyl, sem hún hreppti Emmy-verðlaun fyrir.

Önnur kvikmynd sem Hildur samdi tónlistina fyrir, Women Talking, verður frumsýnd á kvikmyndahátíðinni í Telluride um helgina. Þykir tónlistin í þeirri mynd ekki síðri og er einnig talin geta hreppt Óskarstilnefningu.

mbl.is