Krabbinn: Heiðarleikinn kemur þér langt

Stjörnuspá Siggu Kling | 2. september 2022

Krabbinn: Heiðarleikinn kemur þér langt

Elsku Krabbinn minn,

Krabbinn: Heiðarleikinn kemur þér langt

Stjörnuspá Siggu Kling | 2. september 2022

Elsku Krabbinn minn,

Elsku Krabbinn minn,

það er svo mikilvægt fyrir þig að réttlætið nái fram að ganga. Þú vilt vera sanngjarn og gjafmildur við alla og særa engann. En núna er tímabil þar sem þú þarft að taka ákörðun umm hvað er þess virði að berjast fyrir. Ef þú þorir ekki að gera eitthvað nýtt og óvenjulegt þarftu að sætta þig við það venjulega og það er ekki góð skemmtun. Þú ert að verða svo sýnilegur og fólk mun keppast að því að fá þig til liðs við þig. En því sem þú lofar verðurðu að standa við eða að sleppa því bara alveg að lofa.

Þú átt eftir að finna það sem þú þráir og þegar þú finnur það þá leitarðu bara eftir einhverju öðru sem þú þráir. Þú ert alltaf fyrstur til þess að brosa og ert svo ótrúlega smitandi manneskja. Það eru svo óteljandi aðdáendur í kringum þig, en þú lætur eins og þú sjáir það bara ekki, eða kannski sérðu það bara ekki?

Þú átt eftir að opna fyrir skoðun eða lífsreynslu annarra og líf þitt tekur óvenjulega stefnu. Það sem er mikilvægast af öllu er að þú ert svo traustur og heiðarlegur og þú talar einhvernveginn þannig að öllum finnast þeir tengjast þér svo vel. Það er kannski vegna þess þú ert svo afburðagreindur og hefur svo mikla samskiptahæfileika.

Á þessu tímabili sem þú ert að ganga inn í muntu þekkja og fá að vita sannleikann, hvort sem þú ert að leita að honum eða ekki. Kannski er þetta vegna þess að þú ert svo í beinum tengslum við Almættið að það er stundum óþægilegt.

Það er mikilvægt fyrir þig sérstaklega uppúr miðjum septembermánuði að vera fljótur að hugsa og að framkvæma. Það eru einhversskonar slagsmál í kringum fjölskylduna þína, flokkinn þinn, íþróttaliðið eða þá hópa sem þú ert mest tengdur. Þú þarft að taka afstöðu, þú getur ekki siglt í gegnum þessa hluti. Því að þú veist hvað er rétt og þú veist hvað er satt og þú verður að tjá þig, jafnvel þó þú þurfir að gera það opinberlega.

Í tilfinningalífinu þínu veistu hvað gefur lífinu gildi, þú skalt halda með ástinni sem hefur traust og heiðarleika og ekki veðja á vitlausan hest eða að skipta um hest í miðri á. Þú ert að fara inn í athyglisverða tíma og sérð hvað það er sem gefur lífinu gildi.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is