Tvíburinn: Lífið leikur við þig

Stjörnuspá Siggu Kling | 2. september 2022

Tvíburinn: Lífið leikur við þig

Elsku Tvíburinn minn,

Tvíburinn: Lífið leikur við þig

Stjörnuspá Siggu Kling | 2. september 2022

Elsku Tvíburinn minn,

Elsku Tvíburinn minn,

þú ert svolítið eins og rafmagnsvír þar sem á stendur Háspenna/Lífshætta. Þú átt það til að fara allt of hratt og brjóta allar reglur eða að fara alls ekki neitt. Þú leggst svolítið í hýði þegar veturinn kemur ef þú mögulega getur. En þú ert samt búinn að plana fleiri ferðalög en öll hin merkin. Þetta verður töluvert fjörugra tímabil en þú býst við, þú kynnist nýju fólki sem dregur þig úr vetrarhýðinu.

Þú mætir áskorunum sem þú elskar og þú finnur það líka hjá þér að segja fyrirgefðu við þá sem þú hefur sært. Í öllu þessu ferðalagi áttu eftir að sjá hversu listrænn þú ert. Þú þarft að skapa eitthvað og svo áttu að kenna öðrum það sem þú veist. Það þýðir ekki fyrir þig að vera í stríði við einn né neinn, heldur hættu að berjast og haltu bara áfram.

Stundum geturðu tapað einhverju til dæmis peningum eða veraldlegum hlutum. Láttu það ekki skipta þig neinu því þú átt eftir að fá til þín eitthvað betra og skemmtilegra sem lætur hjarta þitt slá hraðar. Ekki láta slúður koma þér í uppnám og vertu sjálfur ekki boðberi illra tíðinda. 

Þú hefur svo mikið vit á því sem er að gerast í kringum þig og um hvað veröldin fjallar. Þú hefur forvitni og þor til þess að segja það sem þú veist. Það verða ekki allir ánægðir, en skítt með það. Þú ert á góðu tímabili og þú átt eftir að geta ráðið tíma þínum betur. Þú verður frjálsari og lætur ekki neitt eiga þig.

Þú ert loftmerki og það fer þér ekki að vera til friðs. Þú skalt passa upp á það að hafa trausta fylgjendur, hvort sem það er í vinnu eða fjölskyldu. Það verður margt að gerast í þínum starfsframa, hversu merkilegur eða ómerkilegur þér finnst hann vera. Þú ert að sættast við sjálfan þig og þar af leiðandi við aðra og það verður friður yfir ástinni. lHustaðu á tónlist og dansaðu, syngdu ef þú getur, því að allt þetta hjálpar þér að ná þínum markmiðum.

Knús og kossar,

Sigga Kling

mbl.is