Eignaðist óvænt þríbura 46 ára

Frjósemi | 12. september 2022

Eignaðist óvænt þríbura 46 ára

Eftir fjölda frjósemismeðferða varð hin 46 ára gamla Audrey Tiberius óvænt þunguð af þríburum. Í mars síðastliðinn tók hún og eiginmaður hennar á móti þremur drengjum, þeim Sky, River og Bay, en þau eiga nú sjö börn saman og eru það allt drengir. 

Eignaðist óvænt þríbura 46 ára

Frjósemi | 12. september 2022

Hin 46 ára Audrey Tiberius eignaðist nýverið þríbura.
Hin 46 ára Audrey Tiberius eignaðist nýverið þríbura. Ljósmynd/Pexels/Tima Miroshnichenko

Eftir fjölda frjósemismeðferða varð hin 46 ára gamla Audrey Tiberius óvænt þunguð af þríburum. Í mars síðastliðinn tók hún og eiginmaður hennar á móti þremur drengjum, þeim Sky, River og Bay, en þau eiga nú sjö börn saman og eru það allt drengir. 

Eftir fjölda frjósemismeðferða varð hin 46 ára gamla Audrey Tiberius óvænt þunguð af þríburum. Í mars síðastliðinn tók hún og eiginmaður hennar á móti þremur drengjum, þeim Sky, River og Bay, en þau eiga nú sjö börn saman og eru það allt drengir. 

Tiberius sagði í samtali við KSL News að læknir hefði tjáð henni fyrir nokkrum árum að eggin í henni væru og gömul. Í kjölfarið fór hún í gegnum þrjár frjósemismeðferðir í von um að eignast fleiri börn, en ekkert gerðist. 

Nokkrum árum síðar fengu þau hjónin miklar gleðifregnir um að þríburar væru á leiðinni, en það hafði alltaf verið draumur Tiberius að eiga stóra fjölskyldu. „Ég talaði við tölfræðing og svo virðist sem líkurnar á því að 45 ára einstaklingur eignist þríbura sé einn á móti 20 milljörðum,“ segir Tiberius. 

Frá fæðingu drengjanna þriggja hefur Tiberius eytt um sjö klukkustundum á dag í að dæla brjóstamjólk. Það er því nóg um að vera hjá hjónunum sem halda enn í vonina um að eignast stúlku einn daginn.  

mbl.is