Birta mynd frá tökunum á Íslandi

Frægir á Íslandi | 15. september 2022

Birta mynd frá tökunum á Íslandi

Tökur á annarri þáttaröð Halo fara fram hér á Íslandi um þessar mundir. Tökur hafa meðal annars farið fram á Reykjanesi og einnig við Kvernufoss eins og sjá má á mynd sem birt var á Twitter-síðu þáttanna í gær. 

Birta mynd frá tökunum á Íslandi

Frægir á Íslandi | 15. september 2022

Leikaralið Halo við Kvernufoss.
Leikaralið Halo við Kvernufoss. Ljósmynd/Twitter

Tökur á annarri þáttaröð Halo fara fram hér á Íslandi um þessar mundir. Tökur hafa meðal annars farið fram á Reykjanesi og einnig við Kvernufoss eins og sjá má á mynd sem birt var á Twitter-síðu þáttanna í gær. 

Tökur á annarri þáttaröð Halo fara fram hér á Íslandi um þessar mundir. Tökur hafa meðal annars farið fram á Reykjanesi og einnig við Kvernufoss eins og sjá má á mynd sem birt var á Twitter-síðu þáttanna í gær. 

Á myndinni er leikarinn Pablo Schreiber, sem fer með hlutverk aðalsögupersónunnar Master Chief, og liðsfélagar hans. Schreiber hefur farið með aukahlutverk í fjölda þáttaraða í gegnum árin, en einhverjir ættu að kannast við hann úr þáttunum Orange is the New Black, þar sem hann lék George „Pornstache“ Mendez.

Líkt og mbl.is greindi frá í upphafi mánaðar var Krýsuvíkurvegi lokað í nokkra daga vegna þáttanna sem framleiddir eru fyrir streymisveituna Paramount+. Þættirnir byggja á tölvuleiknum Halo. 

mbl.is