Beckham beið í þrettán klukkustundir

Elísabet II. Bretadrottning | 16. september 2022

Beckham beið í þrettán klukkustundir

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi David Beckham beið í röð í þrettán klukkustundir til þess að votta Elísabetu II. Bretadrottningu virðingu sína.

Beckham beið í þrettán klukkustundir

Elísabet II. Bretadrottning | 16. september 2022

David Beckham í röðinni í Lundúnum.
David Beckham í röðinni í Lundúnum. AFP/Louisa Gouliamaki

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi David Beckham beið í röð í þrettán klukkustundir til þess að votta Elísabetu II. Bretadrottningu virðingu sína.

Knattspyrnumaðurinn fyrrverandi David Beckham beið í röð í þrettán klukkustundir til þess að votta Elísabetu II. Bretadrottningu virðingu sína.

Drottningin fyrrverandi lést hinn 8. september en líkkista hennar er nú í Westminster Hall í Lundúnum þar sem þúsundir manna hafa vottað drottningunni virðingu sína undanfarna daga.

Miklar raðir hafa myndast í miðborg Lundúna vegna þessa en Beckham mætti í röðina klukkan 2 að nóttu til til þess að votta drottningunni virðingu sína.

Hann þurfti hins vegar að bíða í þrettán klukkustundir áður en hann komst inn í klaustrið eins og Sky Sports greinir frá.

Líkkista Elísabetar II. Bretadrottningar er nú í Westminster Hall.
Líkkista Elísabetar II. Bretadrottningar er nú í Westminster Hall. AFP/Yui Mok
mbl.is