„Ég hélt að lifrin eða nýrun væru að gefa sig“

Heilsa og mataræði | 18. september 2022

„Ég hélt að lifrin eða nýrun væru að gefa sig“

Sífellt meiri vakning er að verða um áhrif breytingaskeiðsins. Konur tala í auknum mæli um einkennin sem geta oft á tíðum verið þeim til trafala.

„Ég hélt að lifrin eða nýrun væru að gefa sig“

Heilsa og mataræði | 18. september 2022

Konur þurfa að finna út hvað virkar best fyrir þær …
Konur þurfa að finna út hvað virkar best fyrir þær á breytingaskeiðinu. mbl.is

Sífellt meiri vakning er að verða um áhrif breytingaskeiðsins. Konur tala í auknum mæli um einkennin sem geta oft á tíðum verið þeim til trafala.

Sífellt meiri vakning er að verða um áhrif breytingaskeiðsins. Konur tala í auknum mæli um einkennin sem geta oft á tíðum verið þeim til trafala.

Einkennin geta verið ýmiss konar. Til dæmis hitakóf, þyngdaraukning, kvíði og þunglyndi. Stundum eru einkennin mild og stundum geta þau gert líf kvenna afar erfitt. Stundum birtast einkennin eins og þruma úr heiðskíru lofti án nokkurrar viðvörunar.

Sumar konur eiga erfitt að stíga fram og horfast í augu við breytingaskeiðið enda hefur lengi ríkt ákveðins skömm og leynd yfir þessu tímabili í lífi kvenna. Jodi Beatty er ein þeirra kvenna. Hún deilir reynslu sinni af breytingaskeiðinu og ýmsum ráðum til þess að takast á við einkenni breytingaskeiðs.

Vaknaði löðursveitt

„Eina nóttina vaknaði ég löðursveitt og gat ekki með neinu móti sofnað aftur. Næsta dag var ég svo verkjuð í liðum að ég gat varla gengið upp stigann. Þá var sífellt suð í eyrunum og mér fannst ég upplifa heilaþoku,“ segir Beatty.

„Eftir það þurfti ég að sofa með klakapakka og þvottapoka mér við hlið allar nætur. Ég vaknaði á klukkutíma fresti alla nóttina til þess að kæla mig og þerra. Svo barðist ég við svefnleysi og vakti stundum í tvo til þrjá tíma í senn.“

Hélt að hún væri fárveik

Það hafði aldrei hvarflað að Beatty að hún væri komin á breytingaskeiðið. Hún var 46 ára og var fyrst vinkvenna sinna til að upplifa einkenni. Mamma hennar hafði farið í legnám 39 ára þannig að hún hafði fáar til þess að bera sig saman við. Einkennin ágerðust og hún hélt að hún væri orðin fárveik.

„Ég hélt að lifrin eða nýrun væru að gefa sig. Ég var svo verkjuð í baki og í kviðnum. En minnisleysið var verst, sérstaklega þegar ég hafði alltaf getað reitt mig á gott minni í gegnum tíðina. Ég mundi ekki einu sinni orðið yfir „verslun“ og þetta hafði slæm áhrif á mína andlegu heilsu.“

„Ég þekkti sjálfa mig varla. Ég vildi ekki fara út úr húsi vegna kvíða og þunglyndis sem ég upplifði.“

Mikilvægt að læra af reynslu annarra og fá stuðning

Loks fór Beatty í blóðprufu sem staðfesti að breytingaskeiðið væri hafið. Hún ákvað að leggjast sjálf í mikla rannsóknarvinnu og reyna að tengjast fólki sem væri í sömu sporum og hún. Hún fann til dæmis Facebook-hóp sem hélt úti hlaðvarpi að nafni Happy Healthy You þar sem konur geta rætt opinskátt um þessi tímamót.

„Þetta var mikill léttir og minnkaði kvíða minn mikið. Það að vita að maður er ekki einn skiptir öllu máli.“

Með tímanum fann Beatty leið sem hentaði henni í samráði við heimilislækninn sinn. „Ég fór að geta stundað líkamsrækt aftur og áttaði mig á að með réttum aðferðum þá er hægt að ná tökum á breytingaskeiðinu. Einu einkennin sem ég fæ þessa dagana er suð í eyrun öðru hvoru. Ef það er það versta sem við er að etja, þá sætti ég mig við það.“

mbl.is