Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri og fyrrverandi alþingismaður, hefur beðist afsökunar á sínum hlut í Landsdómsmálinu.
Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri og fyrrverandi alþingismaður, hefur beðist afsökunar á sínum hlut í Landsdómsmálinu.
Magnús Orri Schram, framkvæmdastjóri og fyrrverandi alþingismaður, hefur beðist afsökunar á sínum hlut í Landsdómsmálinu.
„Fyrir tólf árum ákvað meirihluti Alþingis að vísa máli Geirs H. Haarde til Landsdóms. Á þeim tíma sat ég á Alþingi og í nefnd þingmanna sem fjallaði um rannsóknarskýrsluna og hvernig ætti að taka á lögum um ráðherraábyrgð. Mín afstaða var þá að rétt væri að vísa málum Geirs H. Haarde, Ingibjargar Sólrúnar og Árna M. Mathiesen til Landsdóms. Þeirri ákvörðun sé ég eftir,“ skrifar Magnús á Facebook nú í kvöld.
Bætir hann við að málið hafi lengi legið þungt á sér.
Magnús segist viss um að þeir sem voru til umfjöllunar hafi unnið að heilindum við erfið störf í yfirþyrmandi aðstæðum. Hann hafi þá persónulega beðið viðkomandi afsökunar.