Búið er að loka fyrir aðgengi að Westminster Hall þar sem kista Elísabetar 2. Bretadrottningar hefur legið síðustu fimm daga. Tugir þúsunda þegna hafa staðið í biðröðum svo klukkutímum skiptir undanfarna viku til að votta drottningunni virðingu sína þar.
Búið er að loka fyrir aðgengi að Westminster Hall þar sem kista Elísabetar 2. Bretadrottningar hefur legið síðustu fimm daga. Tugir þúsunda þegna hafa staðið í biðröðum svo klukkutímum skiptir undanfarna viku til að votta drottningunni virðingu sína þar.
Búið er að loka fyrir aðgengi að Westminster Hall þar sem kista Elísabetar 2. Bretadrottningar hefur legið síðustu fimm daga. Tugir þúsunda þegna hafa staðið í biðröðum svo klukkutímum skiptir undanfarna viku til að votta drottningunni virðingu sína þar.
Drottning verður lögð til hinstu hvílu í dag en breska ríkið hóf undirbúning fyrir útför hennar fyrst á sjöunda áratug 20. aldar. Athöfnin fer fram í Webminster Abbey en þetta verður fyrsta opinbera útförin í Bretlandi frá því að Winston Churchill var borinn til grafar árið 1965.
Gert hefur verið ráð fyrir fleirum en tvö þúsund manns í útför drottningarinnar sem hefst klukkan 10 að íslenskum tíma. Auk bresku konungsfjölskyldunnar verða viðstaddir þjóðarleiðtogar, þjóðhöfðingjar og ýmsir tignir gestir en Guðni Th. Jóhannesson forseti Íslands og Eliza Reid forsetafrú fara fyrir Íslands hönd.
Elísabet drottning féll frá þann 8. september, þá 96 ára að aldri. Hún lést í Balmoral-kastala í Skotlandi þar sem hún hafði verið undir stöðugu eftirliti lækna. Elísabet er sá þjóðhöfðingi sem hefur verið hvað lengst við völd í sögu Bretlands og lengst við völd af kvenkyns þjóðhöfðingjum í heiminum.