„Hún var eins og gjöf frá Guði“

Elísabet II. Bretadrottning | 19. september 2022

„Hún var eins og gjöf frá Guði“

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðbæ London, höfuðborg Englands, til að tryggja sér stað til að fylgjast með útför Elísabetar 2. Bretadrottningar sem hefst klukkan 10 að íslenskum tíma í Westminster Abbey.

„Hún var eins og gjöf frá Guði“

Elísabet II. Bretadrottning | 19. september 2022

Bretar við árbakka Thames í morgun.
Bretar við árbakka Thames í morgun. AFP/Marco Bertorello

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðbæ London, höfuðborg Englands, til að tryggja sér stað til að fylgjast með útför Elísabetar 2. Bretadrottningar sem hefst klukkan 10 að íslenskum tíma í Westminster Abbey.

Fjöldi fólks hefur lagt leið sína í miðbæ London, höfuðborg Englands, til að tryggja sér stað til að fylgjast með útför Elísabetar 2. Bretadrottningar sem hefst klukkan 10 að íslenskum tíma í Westminster Abbey.

Stór hluti þeirra sem fjölmennt hafa miðborgina komu sér fyrir í nótt með svefnpoka og útilegustóla við árbakka Thames. Fréttamaður á vegum AFP náði tali af nokkrum þeirra sem biðu í miðbænum.

Bethany Beardmore, 26 ára endurskoðandi, segir útförina vera sögulega. Hún kom klukkan níu í gærkvöldi en náði ekki að sofa neitt í nótt þar sem hún hafði drukkið of mikið af kaffi með sykri.

Margt fólk hefur fjölmennt miðbæ Londin í nótt og morgun.
Margt fólk hefur fjölmennt miðbæ Londin í nótt og morgun. AFP/Marco Bertorello

„Á minni lífstíð verður ekki önnur drottning,“ sagði hún við fréttamanninn þegar þau spjölluðu saman.

Jamie Page, fyrrverandi hermaður, kom með lestinni klukkan fimm í morgun frá Horsham, sem er í suðurhluta London. „Hún var eins og gjöf frá guði,“ sagði hermaðurinn þegar hann minntist drottningarinnar. 

mbl.is