Nýr Björn EA 220 til Grímseyjar

Endurnýjun skipaflotans | 20. september 2022

Nýr Björn EA 220 til Grímseyjar

Nýr Björn EA 220 sigldi í fyrsta sinn til heimahafnar í Grímsey á sunnudaginn var. Flestir bátar Grímseyinga sigldu á móti nýja bátnum til að bjóða hann velkominn og mættu margir á bryggjuna til að fagna bátnum, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Nýr Björn EA 220 til Grímseyjar

Endurnýjun skipaflotans | 20. september 2022

Margir tóku á móti nýja Birni EA 220 á sunnudaginn …
Margir tóku á móti nýja Birni EA 220 á sunnudaginn og flestir bátar Grímseyinga sigldu á móti bátnum. Ljósmynd/Hilmar Páll Jóhannesson

Nýr Björn EA 220 sigldi í fyrsta sinn til heimahafnar í Grímsey á sunnudaginn var. Flestir bátar Grímseyinga sigldu á móti nýja bátnum til að bjóða hann velkominn og mættu margir á bryggjuna til að fagna bátnum, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

Nýr Björn EA 220 sigldi í fyrsta sinn til heimahafnar í Grímsey á sunnudaginn var. Flestir bátar Grímseyinga sigldu á móti nýja bátnum til að bjóða hann velkominn og mættu margir á bryggjuna til að fagna bátnum, að því er fram kemur í umfjöllun Morgunblaðsins.

„Við ætlum að gera aðallega út á net og erum mikið í ufsanum,“ segir Sigurður Hennningsson skipstjóri. Aflinn er oftast settur ísaður á markað. Ef ekki er ferjudagur þá er aflinn slægður í Grímsey. Útgerðin fær byggðakvóta en leigir til sín mest af ufsaheimildunum.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

Að útgerðinni standa bræðurnir Sigurður, Jóhannes og Henning Henningssynir sem …
Að útgerðinni standa bræðurnir Sigurður, Jóhannes og Henning Henningssynir sem eru hér ásamt eiginkonum sínum. Ljósmynd/Hilmar Páll Jóhannesson
mbl.is