Óvænt Hollywood-andlit í útför drottningar

Elísabet II. Bretadrottning | 20. september 2022

Óvænt Hollywood-andlit í útför drottningar

Á meðal þeirra þekktu andlita í útför Elísabetar II. Bretadrottningar sem fram fór í Westminster Abbey í Lundúnum í gær var andlit Hollywood-leikkonunnar Söndru Oh. Oh er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Killing Eve og þar á undan Grey's Anatomy. 

Óvænt Hollywood-andlit í útför drottningar

Elísabet II. Bretadrottning | 20. september 2022

Sandra Oh var viðstödd útför drottningarinnar.
Sandra Oh var viðstödd útför drottningarinnar. AFP

Á meðal þeirra þekktu andlita í útför Elísabetar II. Bretadrottningar sem fram fór í Westminster Abbey í Lundúnum í gær var andlit Hollywood-leikkonunnar Söndru Oh. Oh er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Killing Eve og þar á undan Grey's Anatomy. 

Á meðal þeirra þekktu andlita í útför Elísabetar II. Bretadrottningar sem fram fór í Westminster Abbey í Lundúnum í gær var andlit Hollywood-leikkonunnar Söndru Oh. Oh er hvað þekktust fyrir að fara með hlutverk í þáttunum Killing Eve og þar á undan Grey's Anatomy. 

Margir hafa velt fyrir sér af hverju leikkonunni, sem er frá Kanada, var boðið í útförinni. 

Breska ríkisútvarpið, BBC, skýrir frá í umfjöll sinni og segir ástæðuna vera einmitt sú að hún er kanadískt og hlaut í júní á þessu ári Kanadaorðuna, sem er næsthæsta orðan sem almennir borgarar geta hlotið þar í landi. 

Kanada er svo auðvitað samveldisríki og því var Oh viðstödd útförina. Kiri Te Kanawa, fyrrverandi óperusöngkona, frá Nýja-Sjálandi var einnig viðstödd útförina, en hún hlaut sambærilega orðu í sínu heimalandi. 

Drottningin byrjaði að veita Kanadaorðuna árið 1967, en hana hlaut Oh fyrir starf sitt í skapandi greinum.

Justin Trudeau, forsætisráðherra Kanada, og eiginkona hans Sophie Gregoire Trudeau voru einnig viðstödd útförina auk kanadíska sundmeistarans Mark Tewksbury og tónlistarmannsins Gregory Charles auk fleiri frá Kanada. 

Oh fæddis í Kanada en foreldrar hennar voru innflytjendur frá Suður-Kóreu. Hún hefur hlotið fjölda verðlauna fyrir leik sinn í Grey's Anatomy og Killing Eve, þar á meðal Golden Globe-verðlaun og Emmy-verðlaun. 

mbl.is