Anna prinsessa braut blað í sögu bresku konungsfjölskyldunnar á mánudag þegar hún klæddist einkennisklæðnaði hersins við útför móður sinnar, Elísabetar II Bretadrottningar. Aldrei hefur kona tekið þátt í líkfylgd í ríkisútför með sama hætti.
Anna prinsessa braut blað í sögu bresku konungsfjölskyldunnar á mánudag þegar hún klæddist einkennisklæðnaði hersins við útför móður sinnar, Elísabetar II Bretadrottningar. Aldrei hefur kona tekið þátt í líkfylgd í ríkisútför með sama hætti.
Anna prinsessa braut blað í sögu bresku konungsfjölskyldunnar á mánudag þegar hún klæddist einkennisklæðnaði hersins við útför móður sinnar, Elísabetar II Bretadrottningar. Aldrei hefur kona tekið þátt í líkfylgd í ríkisútför með sama hætti.
Bethan Holt, sem lengi hefur skrifað um tísku kóngafólksins, segir klæðnaður Önnu hafa minnt hana á drottninguna sjálfa. „Það var eitthvað svo kraftmikið að sjá konungsborna konu klæðast einkennisklæðnaðinum þessa viku sorgar,“ sagði Holt í viðtali við People. „Það minnti mig á myndirnar af drottningunni í einkennisklæðnaði í Trooping the Colour skrúðgöngunum á sínum yngri árum,“ sagði Holt.
Anna gekk ásamt bræðrum sínum þremur, Karli III. Bretakonungi, Andrési Bretaprinsi og Játvarði Bretaprinsi í öll þrjú skiptin sem kistan var færð. Frá Westminster Hall til Westminster Abbey, frá Westminster Abbey til Wellington Arch og svo niður veginn að kapellu heilags Georgs í Windsor.
Var hún í dökkbláum einkennisklæðnaði sjóhersins, með gullhnöppum, sverði og öllu tilheyrandi.
„Útlit hennar var kraftmikið og glæislegt, en ég held að með þessu haldi hún lifandi hefð móður sinnar, sem kona í heimi karla, og tekst á við þær áskoranir sem því fylgja,“ sagði Holt sem meðal annars hefur skrifað bókina The Queen: 70 Years of Majestic Style. „Þetta er svo sterkur og ferskur andblær í algerri þversögn við ævintýrið um prinsessuna,“ sagði Holt.