Kjúklingurinn sem býr til flugeldasýningu

Uppskriftir | 21. september 2022

Kjúklingurinn sem býr til flugeldasýningu

Við höfum aldrei heyrt um kjúklingauppskrift sem býr til flugeldasýningu en við erum tilbúin að leggja mjög margt í sölurnar til að upplifa slíkt.

Kjúklingurinn sem býr til flugeldasýningu

Uppskriftir | 21. september 2022

Ljósmynd/Berglind Guðmundsdóttir

Við höfum aldrei heyrt um kjúklingauppskrift sem býr til flugeldasýningu en við erum tilbúin að leggja mjög margt í sölurnar til að upplifa slíkt.

Við höfum aldrei heyrt um kjúklingauppskrift sem býr til flugeldasýningu en við erum tilbúin að leggja mjög margt í sölurnar til að upplifa slíkt.

Hér erum við með uppskrif frá Berglindi Guðmunds á GRGS sem er eitthvað allt annað en við eigum að venjast. Hér eru austurlenskir tónar og útkoman er sögð svo svakaleg að allt annað bliknar í samanburði.

„Þessi uppskrift er fyrir 3-4 en ég mæli með að tvöfalda sósuna og bæta við kjúklingi því þið munuð vilja eiga nóg af þessum kjúklingarétti,“ segir Berglind.

Kjúklingurinn sem býr til flugeldasýningu

  • 120 ml hot sauce t.d. Frank's
  • 150 g púðursykur
  • 2 tsk hvítlauksduft
  • 1 msk sojasósa
  • 3 tsk hrísgrjónaedik (eða eplaedik)
  • 4 kjúklingabringur eða 6 kjúklingalæri
  • salt og pipar
  • 1 bolli sterkja, t.d. kartöflumjöl eða hveiti
  • ólífuolía, til steikingar
  • sesamfræ, ristuð
  • vorlaukur, saxaður
  • hrísgrjón

Leiðbeiningar

  1. Látið hot sauce, púðursykur, hvítlauksduft, edik og 2 msk vatn saman í pott og látið malla við vægan hita eða þar til sykurinn er bráðinn. Takið af hitanum og geymið.
  2. Kryddið kjúklinginn ríflega með salti og pipar á öllum hliðum og veltið honum upp úr sterkjunni. Hitið um 1 dl af olíu á pönnunni og brúnið kjúklinginn í 3-4 mínútur á báðum hliðum.
  3. Þegar kjúklingurinn er orðinn gylltur á lit, lækkið hitann og hellið sósunni yfir og látið kjúklinginn malla í 5-8 mínútur.
  4. Stráið sesamfræjum og vorlauk yfir og berið fram með hrísgrjónum.
mbl.is