Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur undanfarna mánuði verið í ástarsambandi með lögmanni sínum, Joelle Rich. Rich varði Depp þegar hann höfðaði mál gegn útgefanda The Sun í Bretlandi og var gift á þeim tíma. Hún er nú sögð standa í skilnaði við eiginmann sinn.
Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur undanfarna mánuði verið í ástarsambandi með lögmanni sínum, Joelle Rich. Rich varði Depp þegar hann höfðaði mál gegn útgefanda The Sun í Bretlandi og var gift á þeim tíma. Hún er nú sögð standa í skilnaði við eiginmann sinn.
Bandaríski leikarinn Johnny Depp hefur undanfarna mánuði verið í ástarsambandi með lögmanni sínum, Joelle Rich. Rich varði Depp þegar hann höfðaði mál gegn útgefanda The Sun í Bretlandi og var gift á þeim tíma. Hún er nú sögð standa í skilnaði við eiginmann sinn.
Samkvæmt umfjöllun Us Weekly um málið hefur alvara færst í sambandið en hún var stödd í dómshúsinu í Virginíu þegar dómur var gerður opinber í meiðyrðamáli hans gegn fyrrverandi eiginkonu hans, Amber Heard, í byrjun sumars.
Hafði hún enga lagalega skyldu til þess að vera það.
Depp tapaði málinu fyrir The Sun, sem snerist um fyrirsögn í blaðinu sem vísaði til þess að hann hefði lagt hendur á eiginkonu sína. Komst dómari að þeirri niðurstöðu að fyrirsögnin væri efnislega sönn.
Leikarinn höfðaði meiðyrðamál gegn Heard í Bandaríkjunum vegna greinar sem hún skrifaði í The Washington Post árið 2018. Þar lýsti hún sjálfri sér sem þolanda heimilisofbeldis en nafngreindi hann ekki. Depp vann málið, en Heard höfðaði einnig mál gegn honum sem var tekið fyrir á sama tíma og tapaði í öllum kæruliðum nema einum. Var henni gert að greiða honum rúmar tíu milljónir bandaríkjadala.
Depp og Heard skildu árið 2017.