Íslendingar eiga það sameignlegt að leggja mikið í heimili sín. Það skiptir fólk almennt máli að hafa fallegt í kringum sig. Þrátt fyrir það eigum við langt í land með að komast á sama stað og frændur okkar í Danmörku. Sem er sorglegt því við sem þjóð gætum svo auðveldlega flutt út okkar hugvit líkt og við flytjum út fisk.
Íslendingar eiga það sameignlegt að leggja mikið í heimili sín. Það skiptir fólk almennt máli að hafa fallegt í kringum sig. Þrátt fyrir það eigum við langt í land með að komast á sama stað og frændur okkar í Danmörku. Sem er sorglegt því við sem þjóð gætum svo auðveldlega flutt út okkar hugvit líkt og við flytjum út fisk.
Íslendingar eiga það sameignlegt að leggja mikið í heimili sín. Það skiptir fólk almennt máli að hafa fallegt í kringum sig. Þrátt fyrir það eigum við langt í land með að komast á sama stað og frændur okkar í Danmörku. Sem er sorglegt því við sem þjóð gætum svo auðveldlega flutt út okkar hugvit líkt og við flytjum út fisk.
Í Danmörku er hönnun sérstök iðngrein sem skiptir raunverulegu máli þegar kemur að landsframleiðslu. Danir eru stoltir af sinni hönnun og það er greypt í þjóðarsálina að innlendar vörur séu eftirsóttar. Þig á að langa í PH-ljós og stóla Hans J. Wegner og þér á að finnast gaman að hringsnúast í egginu. Við eigum okkar útgáfu af Wegner-stólunum sem Sveinn Kjarval hannaði 1963. Hvers vegna eru þeir ekki í ríkari mæli inni á íslenskum heimilum?
Það eru varla framleiddir danskir sjónvarpsþættir eða bíómyndir nema innlend hönnun komi við sögu. Þú flettir heldur ekki tímaritum eins Bo Bedre eða Bolig nema þú finnir danska hönnun á síðum blaðanna.
Frægt var þegar danski arkitektinn Arne Jacobsen hannaði eggið og svaninn fyrir Radison Collection-hótelið í Kaupmannahöfn í kringum 1958. Þar voru stólarnir settir í blágrænt ullaráklæði og veggir málaðir í stíl. Í framhaldinu var farið að framleiða þessa framúrstefnulegu stóla sem urðu svo eftirsóttir að slegist var um þá um allan heim. Halldór Laxness heitinn átti til dæmis eggið í leðri sem kúrir nú á Gljúfrasteini svo einhver þekktur eggjaeigandi sé nefndur.
Nema náttúrlega að þú gerir eins og ein skvísa gerði hér um árið. Hún sá sæng sína uppreidda á árdögum internetsins og keypti sér leðursvan fyrir slikk. Þegar gripurinn kom loksins til landsins eftir margra mánaða bið var hann töluvert breiðari en hinn upprunalegi. Hann leit þó ekki þannig út á myndinni á vefsíðunni og auðvitað var engin leið að endursenda ofvaxna svaninn aftur til heimalands síns. Það er alveg sama hvernig litið er á málið, í nútíð og þátíð. Niðurstaðan er alltaf að þarna hafi slök nýting á peningum verið í forgrunni. Svo ekki sé minnst á vanvirðingu gagnvart hugviti en þegar fólk er ungt þá hættir því til að gera mistök.
Aftur að Radison Collection-hótelinu. Í dag er búið að endurhanna herbergi og anddyri og í stað þess að henda öllu út og kaupa nýtt eins og gerist oft hérlendis þá var gamla hönnunin geymd og færð til nútímans. Þar eru til dæmis svanir og egg í flauelsáklæði sem sóma sér vel við marmaragólf og risastórar mottur. Það má alveg rífast um það hvort svanir og egg séu þægileg húsgögn en í flestum tilfellum skapa þau fallega heildarmynd sem er þrungin af sögu og menningu.
Ef við sem þjóð ætlum að komast á sama stað og Danir þá þarf ríkið að grípa inn í. Stofnanir eins og Ríkiskaup ættu að fara fram á það að stofnanir ríkisins keyptu íslenska hönnun í staðinn fyrir fjöldaframleitt skran frá Asíu. Sem þarf svo kannski að endurnýja eftir stuttan tíma því líftíminn er allt of stuttur.
Ráðherrar ættu í framhaldinu að innrétta skrifstofur sínar og ráðuneyti með innlendum húsgögnum, lömpum og listaverkum.
Það verður þó að minnast á að sú jákvæða þróun hefur orðið hérlendis að landsmenn eru í ríkari mæli farnir að leita til innanhússarkitekta þegar þeir vilja gera almennilegar breytingar á heimilum sínum. Slík verkkaup skila sér ekki bara í fallegra umhverfi heldur eru arkitektainnréttaðar íbúðir í flestum tilfellum eftirsóttari þegar kemur að endursölu. Það er því ágæt fjárfesting að kaupa slíka þjónustu ef fólk er að hugsa um ávöxtun á eigin peningum. Það er þó alveg ljóst að það eru ekki allir sem hafa efni á því. Ef við sem samfélag viljum gera breytingar á þessu þá gætum við til dæmis byrjað á því að kaupa íslensk ilmkerti, kertastjaka og vasa svo eitthvað sé nefnt. Vonandi komumst við einhvern tímann á sama stað og frændur okkar í Danmörku en það gerist ekki af sjálfu sér. Við þurfum öll að leggja eitthvað á okkur og sætta okkur við að dropinn holar steininn.