Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2022 fer fram í Laugardalshöll um þessar mundir þar sem 150 fyrirtæki í sjávarútvegi, innlend og erlend, sýna hinar ýmsu nýjungar í greininni.
Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2022 fer fram í Laugardalshöll um þessar mundir þar sem 150 fyrirtæki í sjávarútvegi, innlend og erlend, sýna hinar ýmsu nýjungar í greininni.
Sjávarútvegssýningin Iceland Fishing Expo 2022 fer fram í Laugardalshöll um þessar mundir þar sem 150 fyrirtæki í sjávarútvegi, innlend og erlend, sýna hinar ýmsu nýjungar í greininni.
Þetta er í þriðja skipti sem sýningin er haldin, og sú stærsta að sögn Ólafs M. Jóhannessonar, framkvæmdastjóra Ritsýnar, sem heldur sýninguna, en áður var sýningin haldin árin 2019 og 2016.
Í Laugardalshöll má nú finna snjallar lausnir í sjávarútvegi á borð við róbóta, snertilausar vigtir, sjálfvirk logsuðutæki og vél sem lýsa mætti sem „byltingu í fiskvinnslu“, vélinni UNO frá Vélfagi, sem hönnuð er á Akureyri, og leysir af hólmi fimm aðrar vélar, færibönd og störf í fiskvinnslu.
Vélin hausar fiskinn, beinsker hann, flakar og roðdregur flökin og gallagreinir loks áður en þau koma út.
Sjón er sögu ríkari, sjáðu myndskeið frá sýningunni hér fyrir ofan.