10 milljón Moderna skammtar í vaskinn

Kórónuveiran Covid-19 | 24. september 2022

10 milljón Moderna skammtar í vaskinn

Yfirvöld í Sviss standa nú frammi fyrir því að þurfa að farga 10 milljón skömmtum af Moderna bóluefni við Covid-19, sökum þess að þau eru útrunnin. 

10 milljón Moderna skammtar í vaskinn

Kórónuveiran Covid-19 | 24. september 2022

Bóluefnin runnu út síðastliðinn miðvikudag.
Bóluefnin runnu út síðastliðinn miðvikudag. AFP

Yfirvöld í Sviss standa nú frammi fyrir því að þurfa að farga 10 milljón skömmtum af Moderna bóluefni við Covid-19, sökum þess að þau eru útrunnin. 

Yfirvöld í Sviss standa nú frammi fyrir því að þurfa að farga 10 milljón skömmtum af Moderna bóluefni við Covid-19, sökum þess að þau eru útrunnin. 

Bóluefnin runnu út síðastliðinn miðvikudag og haft er eftir heilbrigðisyfirvöldum að þau hafi engra annarra kosta völ en að eyða umræddum skömmtum, en þeir eru að andvirði 280 milljón svissneskra franka, sem samsvarar rúmlega 41 milljörðum íslenskra króna, samkvæmt útreikningum svissneska fréttamiðilsins Beobachter. 

Sviss pantaði á sínum tíma talsvert magn umfram það sem til þurfti, til vonar og vara. Um 70 prósent þjóðarinnar er fullbólusett í dag, en í október fer í gang ný bólusetningarherferð með örvunarskammta. 

Í júní áætlaði svissneski fréttamiðillinn Swissinfo, að Sviss eigi samanlagt um 38 milljónir skammta af hinum ýmsu Covid-19 bóluefnum, sem muni renna út fyrri lok árs. 

mbl.is