Baldwin gæti verið sóttur til saka

Alec Baldwin | 27. september 2022

Baldwin gæti verið sóttur til saka

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin og þrír aðrir úr tökuliði kvikmyndarinnar Rust gætu verið sóttir til saka vegna andláts tökumannsins Halynu Hutchins í október á síðasta ári. Málið er nú til rannsóknar og á saksóknari eftir að gefa út hvort einhver muni fá stöðu sakbornings í málinu. New York Times greinir frá.

Baldwin gæti verið sóttur til saka

Alec Baldwin | 27. september 2022

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin gæti verið sóttur til saka fyrir …
Bandaríski leikarinn Alec Baldwin gæti verið sóttur til saka fyrir andlát Halynu Hutchins. AFP

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin og þrír aðrir úr tökuliði kvikmyndarinnar Rust gætu verið sóttir til saka vegna andláts tökumannsins Halynu Hutchins í október á síðasta ári. Málið er nú til rannsóknar og á saksóknari eftir að gefa út hvort einhver muni fá stöðu sakbornings í málinu. New York Times greinir frá.

Bandaríski leikarinn Alec Baldwin og þrír aðrir úr tökuliði kvikmyndarinnar Rust gætu verið sóttir til saka vegna andláts tökumannsins Halynu Hutchins í október á síðasta ári. Málið er nú til rannsóknar og á saksóknari eftir að gefa út hvort einhver muni fá stöðu sakbornings í málinu. New York Times greinir frá.

Skrifstofa ríkissaksóknara í Santa Fe-sýslu í Nýju-Mexíkó velti þeim möguleika upp að gefin yrði út ákæra í bréfi til stjórnvalda í síðasta mánuði þegar óskað var eftir meira fjármagni til rannsóknarinnar. 

Mary Carmack-Altwies ríkissaksóknari sagði þó skýrt að ekki væri búið að taka ákvörðun um hvort ákært yrði í málinu, en fram kom að til greina kæmi að ákæra Baldwin.

Neitar að hafa tekið í gikkinn

Hutchins var skotin til bana við tökur á kvikmyndinni hin 21. október á síðasta ári. Atvikið átti sér stað þegar Baldwin var að æfa sig með leikmunabyssu, en í henni reyndust vera raunveruleg byssuskot. Skotið hæfði Hutchins og lést hún. Það hæfði einnig leikstjórann Joel Souza, en hann hlaut aðeins minniháttar áverka. 

Baldwin hefur sagt að hann hafi ekki tekið í gikkinn og að honum hafi verið tjáð að ekki væru raunveruleg skot í byssunni. 

mbl.is