Í tilefni af því að alþjóðasiglingadagurinn 29. september er helgaður öryggi og grænum lausnum í siglingum fer fram ráðstefna undir yfirskriftinni „Stolt siglir fleyið mitt“ á Grand hótel í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Í tilefni af því að alþjóðasiglingadagurinn 29. september er helgaður öryggi og grænum lausnum í siglingum fer fram ráðstefna undir yfirskriftinni „Stolt siglir fleyið mitt“ á Grand hótel í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Í tilefni af því að alþjóðasiglingadagurinn 29. september er helgaður öryggi og grænum lausnum í siglingum fer fram ráðstefna undir yfirskriftinni „Stolt siglir fleyið mitt“ á Grand hótel í Reykjavík, að því er fram kemur í tilkynningu á vef stjórnarráðsins.
Þar segir að markmið ráðstefnunnar sé að „kynna nýsköpun og nýjar lausnir í sjósókn og siglingum sem draga úr umhverfisáhrifum og/eða auka öryggi sjófarenda, þ.m.t. orkuskipti, bætta orkunýtingu og siglingaöryggi.“
Fjölmörg fyrirtæki halda fyrirlestra um lausnir sínar og framtíðarsýn á ráðstefnunni sem er öllum opin, en krefst forskráningar. Ráðstefnan er haldin af innviðaráðuneyti og Siglingaráði í samstarfi við Samgöngustofu, Grænu orkuna og umhverfis- og orku- og loftslagsráðuneytið.