Hnífapörin sem fagurkerar halda ekki vatni yfir

Huggulegheit | 28. september 2022

Hnífapörin sem fagurkerar halda ekki vatni yfir

Þau sem elska bleikt (við erum þar á meðal), ættu að sperra eyrun því hér eru á ferðinni ein flottustu hnífapör sem sést hafa lengi.

Hnífapörin sem fagurkerar halda ekki vatni yfir

Huggulegheit | 28. september 2022

Nú fást bleik hnífapör frá Rosendahl.
Nú fást bleik hnífapör frá Rosendahl. mbl.is/Rosendahl

Þau sem elska bleikt (við erum þar á meðal), ættu að sperra eyrun því hér eru á ferðinni ein flottustu hnífapör sem sést hafa lengi.

Þau sem elska bleikt (við erum þar á meðal), ættu að sperra eyrun því hér eru á ferðinni ein flottustu hnífapör sem sést hafa lengi.

Rosendahl er, eins og flestum er kunnugt, merki sem þekkt er fyrir nytsamlega og stundum alveg ómissandi hluti í eldhúsið. Nú er enn ein nýjungin frá þeim mætt á borðið! Hnífapörin kallast 'Grand Cru Bistro' og er hönnun þeirra innblásin af franskri kaffihúsamenningu. Hönnunin er einföld en þó með karakter. Hnífapörin koma í tveimur litum, í gráu og í fölbleiku - þar sem skaftið sjálft er litað. Klárlega hnífapör sem má nota hversdags sem og spari, því það er engin ástæða til að láta fallegan borðbúnað liggja ofan í skúffu án þess að nota hann. 

Nýju hnífapörin frá Rosendahl koma í bleikum og gráum lit.
Nýju hnífapörin frá Rosendahl koma í bleikum og gráum lit. mbl.is/Rosendahl
Nýr litur!
Nýr litur! mbl.is/Rosendahl
Upphaflega útgáfan af hnífapörunum er úr stáli.
Upphaflega útgáfan af hnífapörunum er úr stáli. mbl.is/Rosendahl
mbl.is