Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir að hann muni ekki sætta sig við „ringulreið“ á meðan yfirvöld reyna að binda enda á mótmæli í landinu í kjölfar þess að Mahsa Amini lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að hijab-slæðan hennar huldi ekki hár hennar nægilega vel. BBC greinir frá.
Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir að hann muni ekki sætta sig við „ringulreið“ á meðan yfirvöld reyna að binda enda á mótmæli í landinu í kjölfar þess að Mahsa Amini lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að hijab-slæðan hennar huldi ekki hár hennar nægilega vel. BBC greinir frá.
Ebrahim Raisi, forseti Írans, segir að hann muni ekki sætta sig við „ringulreið“ á meðan yfirvöld reyna að binda enda á mótmæli í landinu í kjölfar þess að Mahsa Amini lést í haldi lögreglu. Hún var handtekin fyrir að hijab-slæðan hennar huldi ekki hár hennar nægilega vel. BBC greinir frá.
Raisi sagði að dauði Amini hafi gert alla sorgmædda. Hann bætti við að yfirvöld gætu þó ekki leyft fólki að raska friði samfélagsins með óeirðum.
Mótmæli héldu áfram í gærkvöldi og tala þeirra sem hafa látist í mótmælunum heldur áfram að hækka. Ríkisfjölmiðill í Íran hefur sagt að 41 manns, þar á meðal fólk í öryggisgæslu, hafi látist í mótmælunum og fleiri en 1200 manns hafi verið handtekin.
Ein mannréttindasamtök hafa sagt að að minnsta kosti 76 mótmælendur hafi verið drepnir af öryggisgæslu í landinu.