Minnst 35 eru látin eftir sprengjuárásina í skólastofu í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærmorgun, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna.
Minnst 35 eru látin eftir sprengjuárásina í skólastofu í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærmorgun, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna.
Minnst 35 eru látin eftir sprengjuárásina í skólastofu í Kabúl, höfuðborg Afganistan, í gærmorgun, samkvæmt upplýsingum Sameinuðu þjóðanna.
Hundruðir nemenda voru að taka próf þegar árásin átti sér stað en samkvæmt fréttaveitu AFP var um sjálfsvígssprengju að ræða.
Tugir kvenna úr Hazara-þjóðflokknum hafa mótmælt í höfuðborginni í dag. Árásin átti sér stað í hverfi sjíta-múslíma og tilheyra margir íbúar á svæðinu þjóðflokknum.
„Stöðvið Hazara-þjóðarmorðið. Það er ekki glæpur að vera sjíta,“ hrópuðu konurnar þegar þær þrömmuðu fram hjá Dasht-e-Barchi spítalanum, þangað sem mörg fórnarlömb árásarinnar voru færð til aðhlynningar.
Um tíu til tuttugu prósent af Afgönum tilheyra Hazara-þjóðflokknum en hann hefur verið ofsóttur í Afganistan og m.a. verið skotmark talíbana.