Að minnsta kosti 46 stúlkur og ungar konur eru meðal þeirra 53 sem létust í sjálfsmorðsárás í skólastofu í fræðslumiðstöðinni Kaaj í Kabúl, höfuðborg Afganistan, á föstudag, samkvæmt upplýsingum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér.
Að minnsta kosti 46 stúlkur og ungar konur eru meðal þeirra 53 sem létust í sjálfsmorðsárás í skólastofu í fræðslumiðstöðinni Kaaj í Kabúl, höfuðborg Afganistan, á föstudag, samkvæmt upplýsingum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér.
Að minnsta kosti 46 stúlkur og ungar konur eru meðal þeirra 53 sem létust í sjálfsmorðsárás í skólastofu í fræðslumiðstöðinni Kaaj í Kabúl, höfuðborg Afganistan, á föstudag, samkvæmt upplýsingum sem Sameinuðu þjóðirnar hafa sent frá sér.
Áður hafði verið gefið út að 43 hefðu látist í árásinni.
Að minnsta kosti 110 til viðbótar særðust í árásinni, en hundruð nemenda voru í skólastofunni að undirbúa sig fyrir próf þegar árásin átti sér stað.
Mörg þeirra sem búa í hverfinu sem árásin átti sér tilheyra Hazara-þjóðarbrotinu og eru sjíta-múslimar, sem hafa gjarnan verið skotmark árása.
Enginn hryðjuverkahópur hefur enn lýst árásinni á hendur sér en Ríki Íslams hefur ítrekað gert árásir á sjíta-múslima á svæðinu, og hafa árásirnar sérstaklega beinst að konum, skólum og moskum.