Sokkar til að sýna persónuleikann

Fatastíllinn | 3. október 2022

Sokkar til að sýna persónuleikann

Margir hafa kvartað yfir því hvað herratískan getur verið einsleit og fá tækifæri fyrir karlmenn til þess að sýna hvaða innri mann þeir hafa að geyma. Ein leiðin til að láta ljós sitt skína eru sokkar. Sérstakir sokkar geta gert hefðbundið jakkafataútlit eilítið áhugaverðara.

Sokkar til að sýna persónuleikann

Fatastíllinn | 3. október 2022

Litríkir herrasokkar geta gert gæfumuninn.
Litríkir herrasokkar geta gert gæfumuninn. Skjáskot/Instagram

Marg­ir hafa kvartað yfir því hvað herra­tísk­an get­ur verið eins­leit og fá tæki­færi fyr­ir karl­menn til þess að sýna hvaða innri mann þeir hafa að geyma. Ein leiðin til að láta ljós sitt skína eru sokk­ar. Sér­stak­ir sokk­ar geta gert hefðbundið jakkafata­út­lit ei­lítið áhuga­verðara.

Marg­ir hafa kvartað yfir því hvað herra­tísk­an get­ur verið eins­leit og fá tæki­færi fyr­ir karl­menn til þess að sýna hvaða innri mann þeir hafa að geyma. Ein leiðin til að láta ljós sitt skína eru sokk­ar. Sér­stak­ir sokk­ar geta gert hefðbundið jakkafata­út­lit ei­lítið áhuga­verðara.

Hönnuður­inn Paul Smith tók af skarið með áber­andi herra­sokka­línu fyr­ir hart­nær 40 árum. Allt í einu gátu karl­menn valið eitt­hvað annað en svarta eða hvíta sokka og það gerði körl­um kleift að mæta prúðbún­ir á manna­mót og um leið segja: „Hæ, ég er hress per­sónu­leiki!“

Nú eru lit­rík­ir sokk­ar normið. Eng­inn mun hlæja að manni í bleik­um sokk­um við flott jakka­föt. Blaðamaður The Times tók sam­an hvað ákveðnar gerðir af sokk­um gætu sagt um per­sónu­leika karla:

David Beckham í bleikum adidas sokkum.
Dav­id Beckham í bleik­um adi­das sokk­um. Skjá­skot/​In­sta­gram

Hinn nýj­unga­gjarni

Þú átt fulla skúffu af sokk­um með hvers kyns brönd­ur­um á eða skrípa­mynd­um. Þegar ein­hver spyr þig út í sokk­ana seg­ir þú í létt­um tón, „æj, þetta eru ein­hverj­ir kjána­sokk­ar“ en innst inni er þér fúl­asta al­vara.

Sér­merkt­ir sokk­ar

Þú hef­ur sér­stak­ar og sterk­ar skoðanir á hvernig þú vilt hafa allt í líf­inu. Allt frá kaffi­baun­um til sér­straujaðra sokka. 

Íþrótta­sokka-gaur­inn

Um helg­ar ertu íþrótta­gaur­inn af öllu hjarta. Þú ferð í þykku hvítu íþrótta­sokk­ana með rönd­un­um sem minna á ní­unda ára­tug­inn og ná langt upp á kálfa. Ef sokk­arn­ir síga þá deyr eitt­hvað innra með þér.

Gucci sokkar eru töff.
Gucci sokk­ar eru töff. Skjá­skot/​In­sta­gram
David Beckham í sveitasælunni og í sokkum sem tóna vel …
Dav­id Beckham í sveita­sæl­unni og í sokk­um sem tóna vel við um­hverfið. Skjá­skot/​In­sta­gram
Mark Ronson í ljós brúnum Gucci sokkum sem tóna við …
Mark Ronson í ljós brún­um Gucci sokk­um sem tóna við jakka­föt­in. Skjá­skot/​In­sta­gram
Sokkar sem eru í stíl við skyrtuna.
Sokk­ar sem eru í stíl við skyrt­una. Skjá­skot/​In­sta­gram
Litríkir prjónasokkar við Converse strigaskó.
Lit­rík­ir prjóna­sokk­ar við Con­verse striga­skó. Skjá­skot/​In­sta­gram
mbl.is