Gengi bréfa Brims og Síldarvinnslunnar lækkar

Loðnuveiðar | 4. október 2022

Gengi bréfa Brims og Síldarvinnslunnar lækkar

Gengi hlutabréfa Brims hf. og Síldarvinnlsunnar hf. lækkar í upphafi viðskipta í Kauphöllinni í dag. Hafa bréf Brims lækkað um tæp 3,6% og Síldarvinnslunnar um 1,7%.

Gengi bréfa Brims og Síldarvinnslunnar lækkar

Loðnuveiðar | 4. október 2022

Gengi bréfa Brims hf. tók að lækka í morgun.
Gengi bréfa Brims hf. tók að lækka í morgun. mbl.is/Hari

Gengi hlutabréfa Brims hf. og Síldarvinnlsunnar hf. lækkar í upphafi viðskipta í Kauphöllinni í dag. Hafa bréf Brims lækkað um tæp 3,6% og Síldarvinnslunnar um 1,7%.

Gengi hlutabréfa Brims hf. og Síldarvinnlsunnar hf. lækkar í upphafi viðskipta í Kauphöllinni í dag. Hafa bréf Brims lækkað um tæp 3,6% og Síldarvinnslunnar um 1,7%.

Félögin eru jafnframt þau einu sem lækka, en í morgun kom út ráðgjöf vegna komandi loðnuvertíðar og leggur Hafrannsóknastofnun til að hámarksafli verði um 45% minni en gert var ráð fyrir. Bæði Síldarvinnslan og Brim hafa umtalsverðar heimildir í loðnu.

Íslensku loðnuskipin veiddu yfir hálfa milljón tonn á síðustu vertíð og námu tekjur íslenskra útgerða um 55 milljarða króna vegna hennar. Samkvæmt ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar í dag verður aðeins heimilt að veiða 218.400 tonn, en þar af fá Grænlendingar, Færeyingar og Norðmenn hluta í samræmi við alþjólega fiskveiðisamninga.

Hlutur Íslendinga verður því ekki stór í samanburði við síðustu vertíð.

mbl.is