„Hingað til hef ég verið að með heilsuferðir til Kanarí. Þegar Úrval Útsýn byrjaði að bjóða upp á ferðir til Punta Cana ákvað ég að stökkva á tækifærið og bjóða upp á sambærilega heilsuferð fyrir huga líkama og sál til Punta Cana. Ferð til Punta Cana hefur lengi verið á óskalistanum mínum enda eru fáir áfangastaðir sem bjóða upp á sömu náttúrufegurð og Punta Cana. Eitt af því sem heillar mig við staðinn eru hvítu endalausu strendurnar og tært blátt hafið. Þess vegna langar mig að að vera með æfingar undir berum himni þar sem við getum notið hitans, sólarinnar og fallegrar náttúru,“ segir Unnur Pálmarsdóttir fararstjóri, mannauðsráðgjafi og hóptímakennari.
„Hingað til hef ég verið að með heilsuferðir til Kanarí. Þegar Úrval Útsýn byrjaði að bjóða upp á ferðir til Punta Cana ákvað ég að stökkva á tækifærið og bjóða upp á sambærilega heilsuferð fyrir huga líkama og sál til Punta Cana. Ferð til Punta Cana hefur lengi verið á óskalistanum mínum enda eru fáir áfangastaðir sem bjóða upp á sömu náttúrufegurð og Punta Cana. Eitt af því sem heillar mig við staðinn eru hvítu endalausu strendurnar og tært blátt hafið. Þess vegna langar mig að að vera með æfingar undir berum himni þar sem við getum notið hitans, sólarinnar og fallegrar náttúru,“ segir Unnur Pálmarsdóttir fararstjóri, mannauðsráðgjafi og hóptímakennari.
„Hingað til hef ég verið að með heilsuferðir til Kanarí. Þegar Úrval Útsýn byrjaði að bjóða upp á ferðir til Punta Cana ákvað ég að stökkva á tækifærið og bjóða upp á sambærilega heilsuferð fyrir huga líkama og sál til Punta Cana. Ferð til Punta Cana hefur lengi verið á óskalistanum mínum enda eru fáir áfangastaðir sem bjóða upp á sömu náttúrufegurð og Punta Cana. Eitt af því sem heillar mig við staðinn eru hvítu endalausu strendurnar og tært blátt hafið. Þess vegna langar mig að að vera með æfingar undir berum himni þar sem við getum notið hitans, sólarinnar og fallegrar náttúru,“ segir Unnur Pálmarsdóttir fararstjóri, mannauðsráðgjafi og hóptímakennari.
„Í þessari ferð verðum við staðsett á 5 stjörnu hóteli, sem er með öllu inniföldu og er staðsett beint við ströndina. En í ferðinni munum við huga að næringu, hvíld og hreyfingu. En þannig getum við náð heildrænni nálgun að heilsu hugar og líkama,“ segir hún.
Aðspurð að því hvort hún hafi komið á þennan stað í Karíbahafinu segir hún svo ekki vera.
„Ég hef kennt um heim allan og ferðast mikið en þessa draumeyju á ég eftir að upplifa og hlakka til með góðum og fjölbreyttum hópi. Þetta er fyrsta ferðin mín til Punta Cana. Ég hef þó ferðast til Suður Ameríku, en árið 2001 fór ég til Mexíkó og var að kenna þar í sex vikur á mismunandi stöðum, sem var algjörlega ógleymanlegt ævintýri og upplifun.
Eins og ég sagði þá hefur mig lengi dreymt um að koma og heimsækja þessa fallegu eyju í Karíbahafinu. En um leið langar mig að bjóða Íslendingum upp á einstaka upplifun í Dóminíska lýðveldinu með mér þar sem við samræmum heilsu, fróðleik og njóta líðandi stundar. Menningin í PuntaCana hefur heillað mig mikið og því er þetta einstakt tækifæri til að heimsækja Dóminíska lýðveldið í allri sinni fegurð við Kyrrahafið.“
Hvernig verður ferðin byggð upp?
„Í heilsuferðunum mínum einblínum við helst á góða styrktar æfingar, vellíðan, holla næringu og fróðleik. Dagarnir hefjast með jóga, núvitund, fusion Pilates eða fitness jóga á ströndinni. Þar sem við erum sífellt að leita að fróðleik um heilsu, mataræði þá kenni ég dansfjör, styrktar og liðleikaþjálfun og fleira verða á boðstólnum auk fyrirlestra sem fjalla um bætt heilsufar líkama, sálar og huga.
Markmið með ferðinni er að njóta lífsins, stunda heilsurækt undir berum himni og fara saman i skemmtilegar skoðunarferðir. Íslendingar eiga oft erfitt með að slappa af en út frá mínum fyrri ferðum hef ég lagt mikið upp úr því að njóta líðandi stundar, vera minna á samfélagsmiðlum og í símanum. Við lifum á svo hröðum tímum, tæknin, breytingarnar og lífið er oft flókið. Því vil ég einfalda lífið okkar og einn fyrirlesturinn minn fjallar um það málefni og einnig um mikilvægi svefns. Ég hvet alla til að slökkva á farsímum og minnka samfélagsmiðla notkun og njóta líðandi stundar núsins. Svo er það hamingjan sem er mikilvæg í lífinu og rækta hamingjuna innra með sér er einnig markmiðið með ferðinni.“
Fyrir hverja er þessi ferð?
„Ferðin er fyrir alla aldurshópa, heilsuræktar unnendur og einnig þá sem hafa greinst með slit- og vefjagigt, sí-þreytu og fleira. Margir Íslendingar hafa greinst með kulnun í starfi og streitan er alsráðandi í íslensku samfélagi að mínu mati þar sem breytingar eru frá degi til dags. Ferðin hentar öllum aldurshópum og hvaða formi sem þú ert í. Í síðustu ferð var aldurinn frá 30 til 75 ára og skemmtu sér allri mjög vel og fundu eitthvað við sitt hæfi.
Unnið er með hvernig hægt er byggja upp líkama og sál án streitu og andlegs álags. Það er engin skylda að mæta í skipulagða dagskrá, þar hefur hver sína hentisemi. Ferðin er einnig upplögð fyrir þá sem hafa lent í kulnun á vinnustað og eru að vinna sig frá streitu og hlaða batteríin í lífinu. Það sem mér finnst mikilvægast er að Punta Cana er dásamlegur staður þar sem hvíld, slökun og skemmtun fara hönd í hönd og gera ferðina ógleymanlega.
Við viljum öll vera betri í dag en í gær og vera fyrirmyndir í daglegu lífi. Við erum öll mismunandi og því er mikilvægt að finna sér hreyfingu sem hentar okkur vel á líkama og sál. Sumir eru lengra komnir í sjálfsvinnu og þjálfun þar sem við erum öll á mismunandi stað. Aðalatriðið er að gefast ekki upp þótt á móti blási og halda ávallt áfram. Gefum okkur tíma til að huga vel að líkama og sál og lifa í núinu. Stundum koma nokkrir erfiðir dagar þá er ráð að stíga eitt skref aftur og tvö skref áfram.“
Hvernig verður dagskráin?
„Dagskráin fer mestmegnis fram utandyra á ströndinni í fallegu náttúrunni þar sem upplifun er það sem skiptir mestu máli. Ég legg mikið uppúr því að hafa fjölbreyttar æfingar og fyrirlestra sem endurhlaða líkama, vellíðan og sál. Einnig fjalla ég um það í fyrirlestrum hversu það er mikilvægt að passa vel upp á mataræðið, hvíldina og næringuna. Oft grípum við í það sem hendi er næst til að nærast. Oftast er það skyndibitinn sem verður fyrir valinu þegar lítill tími er í sólarhringnum en sem betur fer erum við orðin meðvitaðri um hvað við borðum allt árið. Mikilvægt er að huga vel að líkama og sál.
Líkamsrækt örvar ýmis efni heilans gera þig tilfinningalega hamingjusamari og hefur áhrif á eigin vellíðan sem gerir það að verkum að við verðum enn skapbetri í skammdeginu. Ónæmiskerfið styrkist með daglegri líkamsrækt og hreyfingu. Sjálfstraust og vellíðan á líkama og sál eykst. Þegar við stundum meiri hreyfingu þá þurfum við meiri svefn. Svefnleysi getur meðal annars stuðlað að því að þú borðar meira og þú finnur frekar til svengdar. Því er nauðsynlegt að ná góðum svefni til að ná meiri árangri í heilsurækt og í lífi og starfi. Við eigum aðeins einn líkama og því munum við að góð heilsa er gulli betri. Því er hluti af dagskránni að hvíla sig og hlaða líkama og sál.“
Á hvaða hóteli verðið þið?
„Við munum vera á yndislegu og glæsilegu hóteli sem heitir Barceló Bavaro Beach resort er glæsilegt 5 stjörnu hótel í Punta Cana staðsett við Bávaro ströndina sem er meðal 10 bestu strandsvæða heims samkvæmt National Geographic. Svo við munum svífa um strendurnar á degi hverjum þar sem hótelið er staðsett við ströndina.“
Hvernig ertu að undirbúa þig fyrir ferðina?
„Það fyrsta sem ég geri er að huga vel að svefninum mínum, fæðinu og vera með nóg af orku fyrir hópinn minn. Þar sem ég kenni einnig líkamsrækt í Reebok Fitness fjórum sinnum í viku í Infrared hita allt að 39 gráðum þá er ég orðin nokkuð vön hitanum. Ég hleð einnig orkuna með því að fara út að ganga í íslenskri náttúru í Mosfellsbænum með hundunum okkar, Carmen, og hlaupa á eftir syni mínum Pálmari Jósep. Ég er svo heppin að eiga yndislegan eiginmann, Gylfa Má, sem sér um son okkar og heimilið meðan að ég fer erlendis með ferðaþyrsta Íslendinga. Það væri ekki hægt án hans.
Ég er heppin að góð vinkona mín Helga Thorberg leikkona verður einnig fararstjóri í sérferð okkar og hún hefur búið í Dóminíska lýðveldinu. Það er yndislegt að stunda hreyfingu í fallegu umhverfinu á Punta Cana sem er þekkt fyrir veðursæld og yndislegt loftslag allt árið um kring. Samveran skiptir miklu máli og góð vinátta hefur myndast í ferðunum og við höfum verið dugleg að viðhalda tengslunum og jákvæðum samskiptum.“