Lynne Spears, móðir söngkonunnar Britney Spears, baðst opinberlega afsökunar á öllum sársaukanum sem dóttir hennar mátti þola í þau 13 ár sem hún var svipt sjálfræði. Hún biður dóttur sína að hafa samband við sig, en Britney virðist hafa lokað alfarið á móður sína.
Lynne Spears, móðir söngkonunnar Britney Spears, baðst opinberlega afsökunar á öllum sársaukanum sem dóttir hennar mátti þola í þau 13 ár sem hún var svipt sjálfræði. Hún biður dóttur sína að hafa samband við sig, en Britney virðist hafa lokað alfarið á móður sína.
Lynne Spears, móðir söngkonunnar Britney Spears, baðst opinberlega afsökunar á öllum sársaukanum sem dóttir hennar mátti þola í þau 13 ár sem hún var svipt sjálfræði. Hún biður dóttur sína að hafa samband við sig, en Britney virðist hafa lokað alfarið á móður sína.
Samkvæmt heimildarmanni Page Six hefur Lynne endurtekið reynt að ná sambandi við dóttur sína í gegnum síma án árangurs og því hefur hún nú gripið til samfélagsmiðla í þeirri von um að ná til dóttur sinnar.
Britney birti færslu á dögunum þar sem hún sagði fjölskyldumeðlimi sína trúa því að þeir hafi alls ekki gert neitt rangt tengt sjálfræði hennar.
„Ég á ekki fjölskyldu sem kann að meta mig eða ber virðingu fyrir mér,“ skrifaði Birtney.
Lynne skrifaði ummæli við færsluna og biður dóttur sína afsökunar á sársaukanum sem sjálfræðissviptingin hafi valdið henni. „Mér þykir það svo leitt. Ég hef verið miður mín í mörg ár. Ég elska þig svo mikið og sakna þín,“ skrifaði Lynne.
Þó móðir Britney hafi ekki gegnt formlegu hlutverki í sjálfræðissviptingu hennar segir heimildarmaðurinn að Britney sé þó sárari út í móður sína vegna aðgerðarleysisins þar sem þær hafi alla tíð verið nánar.
Aftur á móti hafi samband Britney við föður sinn verið erfitt í mörg ár áður en hún var svipt sjálfræði.
Heimildarmaðurinn bendir einnig á að þrátt fyrir falleg orð Lynne til dóttur sinnar sé hún enn að biðja um yfir 600 þúsund Bandaríkjadali í lögfræðikostnað frá dóttur sinni.