Klippti á sér hárið í ræðustól

Mótmæli í Íran | 5. október 2022

Klippti á sér hárið í ræðustól

Sænski miðju-þingmaðurinn Abir Al-Sahlani steig í pontu í umræðu um mótmælin í Íran á ESB-þinginu í gærkvöldi og klippti á sér hárið í miðri ræðu.

Klippti á sér hárið í ræðustól

Mótmæli í Íran | 5. október 2022

Abir Al-Sahlani klipptt á sér hárið með skærum sem hún …
Abir Al-Sahlani klipptt á sér hárið með skærum sem hún hafði laumað með sér í pontu. Mynd/skjáskot

Sænski miðju-þingmaðurinn Abir Al-Sahlani steig í pontu í umræðu um mótmælin í Íran á ESB-þinginu í gærkvöldi og klippti á sér hárið í miðri ræðu.

Sænski miðju-þingmaðurinn Abir Al-Sahlani steig í pontu í umræðu um mótmælin í Íran á ESB-þinginu í gærkvöldi og klippti á sér hárið í miðri ræðu.

Þetta gerði hún til stuðnings írönsku konunum sem berjast nú við kúgun klerkaveldisins og fyrir réttinum til að velja hvort þær bera slæður eða ekki. 

„Mig langaði að sýna konum í Íran að ég heyri það sem þær eru að segja og ég stend með þeim,“ segir hún við sænska ríkisútvarpið eftir atvikið sem vakti töluverða athygli.

Sjá má myndskeið af ræðunni hér: 

Í ræðu sinni gagnrýnir hún aðra þingmenn og segir of lítið gert til að mæta hugrekkinu sem íranskar konur hafa sýnt undanfarna daga og vikur með stórtækum mótmælum. 

Í tæpar þrjár vikur hafa þúsundir manna tekið þátt í mótmælunum gegn stjórninni eftir að hinn 22 ára gamla Mahsa Amini var myrt af írönsku öryggislögreglunni.

Krafðist skýrari afstöðu

Þegar röðin kom að Abir Al-Sahlani að ræða mótmælin í umræðunni í gær, ávarpaði hún æðsta fulltrúa Evrópusambandsins í utanríkis- og öryggismálum, Josep Borrell, beint og krafðist skýrari afstöðu.

„Hugrekki sem þú hefur ekki brugðist við, Josep Borrell, þegar þú greipst ekki tækifærið á allsherjarþingi Sameinuðu þjóðanna til að taka skýra afstöðu til mannréttinda,“ sagði hún í ræðu sinni.

Eftir ræðuna tók hún fram skæri sem hún hafði falið í ræðublöðum sínum og klippti af sér hárið.

mbl.is