Sáttatilboð ríkisins í kærumáli Magnúsar Davíðs Norðdahl, frambjóðanda Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, og Guðmundar Gunnarssonar, frambjóðanda Viðreisnar, hafa verið óásættanleg.
Sáttatilboð ríkisins í kærumáli Magnúsar Davíðs Norðdahl, frambjóðanda Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, og Guðmundar Gunnarssonar, frambjóðanda Viðreisnar, hafa verið óásættanleg.
Sáttatilboð ríkisins í kærumáli Magnúsar Davíðs Norðdahl, frambjóðanda Pírata í Norðvesturkjördæmi í síðustu alþingiskosningum, og Guðmundar Gunnarssonar, frambjóðanda Viðreisnar, hafa verið óásættanleg.
Þetta segir Magnús Davíð, spurður út í gang málsins. Sáttatilboðin hafi verið lögð fram í óformlegum viðræðum.
„Þar sem ríkið hefur ekki viljað gangast við broti af neinu tagi má einnig búast við því að málið verði til lykta leitt hjá Mannréttindadómstóli Evrópu (MDE),“ bætir hann við og nefnir að niðurstaðan gæti litið dagsins ljós næsta vor.
Kæran snýr að meintum ágalla á framkvæmd kosninganna.
Ríkið átti fyrst að skila gögnum í málinu ásamt greinargerð 13. september, að sögn Magnúsar, en fékk frest til 13. október.
„Þetta mál snýst um að leiðrétta þau brot sem þarna urðu. Ríkið verður að viðurkenna að það hafi gert eitthvað rangt. Þá þarf að grípa til nauðsynlegra lagabreytinga til að hindra að svona aðstæður geti komið upp aftur og þá er líka eðlilegt að ríkið greiði viðunandi bætur,“ greinir hann frá.
Spurður nánar út í mögulega upphæð bóta segist hann enga skoðun hafa á því, enda séu þær algjört aukaatriði í málinu. Það snúist fyrst og fremst um viðurkenningu brota.