Mahsa Amini lést af völdum veikinda en ekki högga eða áverka. Þetta kemur fram í opinberri skýrslu sem var birt í morgun, þremur vikum eftir að hún lést í haldi írönsku lögreglunnar.
Mahsa Amini lést af völdum veikinda en ekki högga eða áverka. Þetta kemur fram í opinberri skýrslu sem var birt í morgun, þremur vikum eftir að hún lést í haldi írönsku lögreglunnar.
Mahsa Amini lést af völdum veikinda en ekki högga eða áverka. Þetta kemur fram í opinberri skýrslu sem var birt í morgun, þremur vikum eftir að hún lést í haldi írönsku lögreglunnar.
Að sögn írönsku réttarmeinastofnunarinnar „lést Mahsa Amini ekki af völdum högga í höfuðið, mikilvæg líffæri eða í útlimi“, segir í skýrslunni sem var birt í ríkissjónvarpi landsins.
Fram kemur að dauði hennar tengist þess í stað „aðgerð vegna heilaæxlis þegar hún var átta ára“.
Hörð mótmæli hafa geisað í Íran eftir að Amini lést í haldi lögreglunnar. Hún var handtekin fyrir að hafa brotið lög um notkun á höfuðslæðu.