Gundega býður sig fram til 3. varaforseta

Gundega býður sig fram til 3. varaforseta

Gundega Jaunlinina, fyrrverandi formaður ASÍ-UNG, býður sig fram í embætti 3. varaforseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) á þingi sambandsins sem nú stendur yfir. Frá þessu greinir hún í tilkynningu til fjölmiðla.

Gundega býður sig fram til 3. varaforseta

Átök innan verkalýðshreyfingarinnar | 11. október 2022

Gundega flutti til Íslands frá Lettlandi árið 2004.
Gundega flutti til Íslands frá Lettlandi árið 2004. Ljósmynd/Aðsend

Gundega Jaunlinina, fyrrverandi formaður ASÍ-UNG, býður sig fram í embætti 3. varaforseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) á þingi sambandsins sem nú stendur yfir. Frá þessu greinir hún í tilkynningu til fjölmiðla.

Gundega Jaunlinina, fyrrverandi formaður ASÍ-UNG, býður sig fram í embætti 3. varaforseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) á þingi sambandsins sem nú stendur yfir. Frá þessu greinir hún í tilkynningu til fjölmiðla.

Fyrr í morgun var greint frá því að Phoen­ix Jessica Ramos, fyrr­ver­andi vinnustaðaeft­ir­lits­full­trúi Efl­ing­ar, bjóði sig fram til 1. vara­for­seta og Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, bjóði sig fram til 2. varaforseta.

Gundega gegndi formennsku hjá ASÍ-UNG í þrjú ár.
Gundega gegndi formennsku hjá ASÍ-UNG í þrjú ár. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gundega telur sig hafa góða reynslu og þekkingu til að sinna embætti varaforseta, en hún gekk upphaflega til liðs við hreyfinguna fyrir tíu árum, sem starfsmaður á leikskóla, þegar hún var kjörin í stjórn Hlífar í Hafnarfirði. Í kjölfarið gekk hún til liðs við ASÍ-UNG þar sem hún gegndi formennsku í þrjú ár. 

„Í því hlutverki sat ég miðstjórnarfundi sambandsins sem áheyrnarfulltrúi og hef því fengið góða innsýn inn í það sem virkar vel og ekki eins vel innan sambandsins. Jafnframt hef ég átt sæti í ýmsum málefnanefndum á vegum ASÍ og hef tekið virkan þátt í stefnumótun, bæði á þingi ASÍ og á þingum ASÍ-UNG.“

Hún segir málefni verkafólks brenna á sér, aðstæður aðflutts verkafólks, öryggi kvenna og minnihlutahópa á vinnumarkaði og málefni barnafjölskyldna.

„Allt þekki ég þetta af eigin raun.“

Gundega er fædd og uppalin í Lettlandi en fluttist til Íslands árið 2004 í ævintýraleit, að eigin sögn. Það ævintýri standi enn.

„Ég vonast til að geta látið gott af mér leiða í forystu ASÍ næstu tvö árin.“  

mbl.is