Gundega Jaunlinina, fyrrverandi formaður ASÍ-UNG, býður sig fram í embætti 3. varaforseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) á þingi sambandsins sem nú stendur yfir. Frá þessu greinir hún í tilkynningu til fjölmiðla.
Gundega Jaunlinina, fyrrverandi formaður ASÍ-UNG, býður sig fram í embætti 3. varaforseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) á þingi sambandsins sem nú stendur yfir. Frá þessu greinir hún í tilkynningu til fjölmiðla.
Gundega Jaunlinina, fyrrverandi formaður ASÍ-UNG, býður sig fram í embætti 3. varaforseta Alþýðusambands Íslands (ASÍ) á þingi sambandsins sem nú stendur yfir. Frá þessu greinir hún í tilkynningu til fjölmiðla.
Fyrr í morgun var greint frá því að Phoenix Jessica Ramos, fyrrverandi vinnustaðaeftirlitsfulltrúi Eflingar, bjóði sig fram til 1. varaforseta og Trausti Jörundarson, formaður Sjómannafélags Eyjafjarðar, bjóði sig fram til 2. varaforseta.
Gundega telur sig hafa góða reynslu og þekkingu til að sinna embætti varaforseta, en hún gekk upphaflega til liðs við hreyfinguna fyrir tíu árum, sem starfsmaður á leikskóla, þegar hún var kjörin í stjórn Hlífar í Hafnarfirði. Í kjölfarið gekk hún til liðs við ASÍ-UNG þar sem hún gegndi formennsku í þrjú ár.
„Í því hlutverki sat ég miðstjórnarfundi sambandsins sem áheyrnarfulltrúi og hef því fengið góða innsýn inn í það sem virkar vel og ekki eins vel innan sambandsins. Jafnframt hef ég átt sæti í ýmsum málefnanefndum á vegum ASÍ og hef tekið virkan þátt í stefnumótun, bæði á þingi ASÍ og á þingum ASÍ-UNG.“
Hún segir málefni verkafólks brenna á sér, aðstæður aðflutts verkafólks, öryggi kvenna og minnihlutahópa á vinnumarkaði og málefni barnafjölskyldna.
„Allt þekki ég þetta af eigin raun.“
Gundega er fædd og uppalin í Lettlandi en fluttist til Íslands árið 2004 í ævintýraleit, að eigin sögn. Það ævintýri standi enn.
„Ég vonast til að geta látið gott af mér leiða í forystu ASÍ næstu tvö árin.“