„Var við það að brotna niður“

„Var við það að brotna niður“

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að alvarlegar hótanir í hans garð og óvægin umræða hafi verið ástæða þess að hann dró framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Hann segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða.

„Var við það að brotna niður“

Átök innan verkalýðshreyfingarinnar | 11. október 2022

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáði sig á Facebook í …
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, tjáði sig á Facebook í kvöld. Eggert Jóhannesson

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að alvarlegar hótanir í hans garð og óvægin umræða hafi verið ástæða þess að hann dró framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Hann segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða.

Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að alvarlegar hótanir í hans garð og óvægin umræða hafi verið ástæða þess að hann dró framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Hann segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða.

Ekki hefur náðst í Ragnar Þór síðan hann gekk af þingi ASÍ í dag ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar og Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins.

Vildi skilja eitraða orðræðu og átök eftir á þinginu

Markmiðið með framboði mína var að gera tilraun til að sameina krafta okkar á þessum vettvangi. Sameinast undir merkjum ASÍ og sameinast sem breiðari fylking en áður og nýta þingið sem tækifæri til að slíðra sverðin og snúa bökum saman. Ég hafði einlæga trú um að við gætum skilið þá eitruðu orðræðu og átök sem hafa einkennt Alþýðusambandið síðustu ár eftir á þinginu,“ segir í yfirlýsingu Ragnars Þórs sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.

Ragnar segir síðustu daga fyrir þingið hafa litast af ósmekklegri orðræðu og árásum á sína persónu. 

Ég var ítrekað kallaður valdasjúkur ofbeldismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfsfólki ASÍ kæmist ég til valda. Það er einkar dapurlegt að gjaldfella orðið ofbeldi með þessum hætti. Að stilla upp pólitískum deilum og ágreiningi upp sem ofbeldi eru kaldar kveðjur til þeirra sem raunverulega verða fyrir ofbeldi.“

Fjölskyldan og Ragnar vön hótunum

Ragnar kveðst þó vanur hótunum, enda hafi hann og fjölskylda sín þurft að sæta þeim í kringum síðustu kjarasamninga.
Meiri neikvæðri athygli fylgir aukið áreiti og um síðustu mánaðamót fór að bera aftur á alvarlegum hótunum. Ég tala ekki mikið um þetta og ég læt alltof sjaldan vita af því. Guðbjörg konan mín tekur þetta mjög nærri sér, eðlilega, því við erum með ung börn á heimilinu.

Ragnar segir útslagið hafa verið færslu sem hann sá í morgun frá formanni stéttarfélags innan ASÍ, sem hafi sakað hann um ofbeldi og fyrirætlanir um að segja upp öllu starfsfólki ASÍ. 

„Þegar börnin mín lesa fyrirsagnir um að pabbi þeirra stundi ofbeldi og reki fólk fyrirvaralaust eða heyra því hvíslað á förnum vegi, brestur eitthvað.

Ég ræddi þetta við konuna mína yfir kaffibolla í morgun, eftir að við lásum nýjustu árásina í minn garð. Árás á mína æru og persónu. Árás á miðju þingi ASÍ sem ég vonaðist til að vera vettvangur sátta.
Ákváðum við í sameiningu að þetta væri ekki þess virði. Því miður.“

Hlakkar til að vinna áfram innan VR

Ragnar viðurkennir að hafa ákvörðunin hafi verið mjög erfið og segist hafa verið við það að brotna niður.
„Ekki vegna þess að ég fengi ekki meiri völd, heldur að sjá á eftir tækifærinu sem við höfðum til að verða ósigrandi. Ég trúði þessu svo innilega að þetta væri hægt og hvað við ætluðum að ná miklu fram fyrir fólkið okkar.“
Ragnar segist þó einnig vera létt yfir þessu og segist hlakka til að halda áfram að vinna með samstarfsfólki sínu hjá VR.
mbl.is