Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að alvarlegar hótanir í hans garð og óvægin umræða hafi verið ástæða þess að hann dró framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Hann segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að alvarlegar hótanir í hans garð og óvægin umræða hafi verið ástæða þess að hann dró framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Hann segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, greinir frá því á Facebook-síðu sinni í kvöld að alvarlegar hótanir í hans garð og óvægin umræða hafi verið ástæða þess að hann dró framboð sitt til forseta ASÍ til baka. Hann segir ákvörðunina hafa verið afar erfiða.
Ekki hefur náðst í Ragnar Þór síðan hann gekk af þingi ASÍ í dag ásamt Sólveigu Önnu Jónsdóttur, formanni Eflingar og Vilhjálmi Birgissyni, formanni Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins.
„Markmiðið með framboði mína var að gera tilraun til að sameina krafta okkar á þessum vettvangi. Sameinast undir merkjum ASÍ og sameinast sem breiðari fylking en áður og nýta þingið sem tækifæri til að slíðra sverðin og snúa bökum saman. Ég hafði einlæga trú um að við gætum skilið þá eitruðu orðræðu og átök sem hafa einkennt Alþýðusambandið síðustu ár eftir á þinginu,“ segir í yfirlýsingu Ragnars Þórs sem hann birti á Facebook-síðu sinni í kvöld.
Ragnar segir síðustu daga fyrir þingið hafa litast af ósmekklegri orðræðu og árásum á sína persónu.
Ragnar segir útslagið hafa verið færslu sem hann sá í morgun frá formanni stéttarfélags innan ASÍ, sem hafi sakað hann um ofbeldi og fyrirætlanir um að segja upp öllu starfsfólki ASÍ.
„Þegar börnin mín lesa fyrirsagnir um að pabbi þeirra stundi ofbeldi og reki fólk fyrirvaralaust eða heyra því hvíslað á förnum vegi, brestur eitthvað.