„Ég er bara að heyra þessar fréttir í fyrsta sinn og þetta kemur mér nokkuð á óvart. En gott og vel ef það er niðurstaðan. Ég skil vel að þingfulltrúum hafi brugðið við það sem gerðist í gær. Þetta voru náttúrulega stór tíðindi sem þar gerðust. En ef hafi verið meirihluti á bak við þá ákvörðun að fresta þinginu, sem virðist vera, þá er greinilegt að þeir sem hafa greitt atkvæði með því að fresta þinginu hugnast ekki þessi málalok og vilji finna einhverjar aðrar leiðir. Ég get ekki lesið neitt annað út úr þessari stöðu, miðað við að vera að heyra þessar fréttir núna bara á þessari mínútu, eins og sagt er,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is.
„Ég er bara að heyra þessar fréttir í fyrsta sinn og þetta kemur mér nokkuð á óvart. En gott og vel ef það er niðurstaðan. Ég skil vel að þingfulltrúum hafi brugðið við það sem gerðist í gær. Þetta voru náttúrulega stór tíðindi sem þar gerðust. En ef hafi verið meirihluti á bak við þá ákvörðun að fresta þinginu, sem virðist vera, þá er greinilegt að þeir sem hafa greitt atkvæði með því að fresta þinginu hugnast ekki þessi málalok og vilji finna einhverjar aðrar leiðir. Ég get ekki lesið neitt annað út úr þessari stöðu, miðað við að vera að heyra þessar fréttir núna bara á þessari mínútu, eins og sagt er,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is.
„Ég er bara að heyra þessar fréttir í fyrsta sinn og þetta kemur mér nokkuð á óvart. En gott og vel ef það er niðurstaðan. Ég skil vel að þingfulltrúum hafi brugðið við það sem gerðist í gær. Þetta voru náttúrulega stór tíðindi sem þar gerðust. En ef hafi verið meirihluti á bak við þá ákvörðun að fresta þinginu, sem virðist vera, þá er greinilegt að þeir sem hafa greitt atkvæði með því að fresta þinginu hugnast ekki þessi málalok og vilji finna einhverjar aðrar leiðir. Ég get ekki lesið neitt annað út úr þessari stöðu, miðað við að vera að heyra þessar fréttir núna bara á þessari mínútu, eins og sagt er,“ segir Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness og Starfsgreinasambandsins, í samtali við mbl.is.
Vilhjálmur dró framboð sitt til 3. varaforseta ASÍ til baka í gær og gekk út ásamt þeim Ragnar Þór Ingólfssyni formanni VR og frambjóðanda til forseta ASÍ og Sólveigu Önnu Jónsdóttur, sem var í framboði til 2. varaforseta ASÍ, en þau drógu öll framboð sín til baka.
Vilhjálmur segir að fyrst þingi ASÍ hafi verið frestað sitji Kristján Þórður Snæbjarnarson væntanlega áfram sem forseti sambandsins þar til þing komi saman aftur og kjósi nýjan forseta.
Þegar Vilhjálmur er spurður hvort þessi átök innan verkalýðshreyfingarinnar muni ekki hafa neikvæð áhrif á komandi kjarasamningaviðræður, segir hann mikilvægt að hafa í huga að ASÍ hafi ekkert umboð nema það umboð sem aðildarfélög feli sambandinu.
„Þegar við mættum á þingið á mánudaginn, ég, Ragnar og Sólveig Anna og fleiri, þá var það einlæg von okkar að okkur tækist að mynda breiðfylkingu allra aðildarfélaga Alþýðusambandsins og myndum fara saman í komandi kjarasamninga. En því miður var ekki stemmning fyrir því að leita sátta og ganga fram sem ein öflug heild vegna persónulegra deilna. Þess vegna fór sem fór. Mér finnst það bara ofboðslega sorglegt.“
Hann segir að hvað gerist muni næstu dagar væntanlega leiða í ljós. „Það liggur fyrir að samningsumboðið liggur fyrir hjá hverju stéttarfélagi fyrir sig og það ákveður hvort það fer í samninga eitt og sér eða með öðrum. Það eina sem liggur fyrir er að það er frumskylda stéttarfélaga að gæta hagsmuna sinna félagsmanna og ganga frá kjarasamningum. Undan þeirri ábyrgð mun verkalýðshreyfingin ekkert skorast.“