Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, hefur verið sæmdur frönsku orðunni Ordre du Mérite Maritime af Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Landhelgisgæslunnar.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, hefur verið sæmdur frönsku orðunni Ordre du Mérite Maritime af Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Landhelgisgæslunnar.
Georg Kr. Lárusson, forstjóri Landhelgisgæslu Íslands, hefur verið sæmdur frönsku orðunni Ordre du Mérite Maritime af Guillaume Bazard, sendiherra Frakklands á Íslandi, að því er fram kemur í tilkynningu á vef Landhelgisgæslunnar.
Þar segir að Georg hafi tekið við orðunni fyrir hönd Landhelgisgæslunnar við formlega athöfn í sendiherrabústað frönsku utanríkisþjónustunnar í Reykjavík í gær.
Fram kemur í tilkynningunni að Bazard hafi í ávarpi sínu vakið athygli á því að orðan hafi meðal annars verið veitt fyrir að stuðla að góðum samskiptum og samstarfi franska sjóhersins og Landhelgisgæslunnar auk þess fyrir að greiða götu franskra skipa hér við land á undanförnum árum.
Georg þakkaði fyrir þann heiður sem honum og Landhelgisgæslunni væri sýndur og benti á að samskipti Frakklands og Íslands tengdust sjósókn sterkum böndum sem næðu aldir aftur. Þá þakkaði hann öllum þeim sem unnið hafa ötullega að góðum samskiptum Landhelgisgæslunnar og franska sjóhersins. Einnig minntist Georg á að í tæp fjörutíu ár hefur Landhelgisgæslan notað franskar þyrlur til leitar- og björgunarstarfa hér á landi.