Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það koma sér á óvart að þingi Alþýðusambands Íslands skyldi hafa verið frestað fram á næsta ár. Þá kveðst hann staðfastur í sinni ákvörðun og hyggst ekki ætla að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Hann hafi ákveðið þetta í gærmorgun yfir morgunbollanum með eiginkonu sinni og muni standa við það.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það koma sér á óvart að þingi Alþýðusambands Íslands skyldi hafa verið frestað fram á næsta ár. Þá kveðst hann staðfastur í sinni ákvörðun og hyggst ekki ætla að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Hann hafi ákveðið þetta í gærmorgun yfir morgunbollanum með eiginkonu sinni og muni standa við það.
Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir það koma sér á óvart að þingi Alþýðusambands Íslands skyldi hafa verið frestað fram á næsta ár. Þá kveðst hann staðfastur í sinni ákvörðun og hyggst ekki ætla að bjóða sig fram til forseta ASÍ. Hann hafi ákveðið þetta í gærmorgun yfir morgunbollanum með eiginkonu sinni og muni standa við það.
„Ég hafði nú reiknað með að þetta lægi bara nokkuð ljóst fyrir, að þarna yrði valin ný forysta. Miðað við hvernig hefur verið talað og hvað hefur verið sagt, þá fannst mér ég verða að stíga til hliðar og gefa nýju fólki rými til að leiða þetta samband,“ segir Ragnar.
„Miðað við yfirlýsingarnar hafði ég lesið það þannig að þetta fólk teldi sig hafa nægilegt fylgi til þess að fella okkur en virtist þá allavega ekki hafa mikið fylgi til þess að klára dæmið eftir að við fórum af þinginu. Það finnst mér mjög áhugavert, svo ekki sé meira sagt.“
Auk Ragnars hættu þau Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness, einnig við framboð sitt til miðstjórnar ASÍ í gær.
Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, sagði í viðtali við mbl.is eftir að ljóst var þinginu yrði frestað, að atburðarásin hefði verið hönnuð fyrir þingið. Kæmi þetta henni því ekki á óvart.
„Þetta lýsir í rauninni bara nákvæmlega ástæðunni fyrir því að ég ákvað að stíga til hliðar. Ég vissi það í hjarta mínu að árásum þessa fólks myndi aldrei linna – þó ég næði kjöri sem forseti, að þau myndu aldrei hætta. Þau hafa kallað mig ofbeldismann, hafa kallað mig valdasjúkan, hafa talað um að ég hafi ætlað mér að reka starfsfólk VR ítrekað, ítrekað,“ segir Ragnar um ummæli Halldóru.
„Þetta er náttúrlega ekki boðlegur málflutningur. Ég segi bara, getur hún ekki látið mig í friði, þessi kona? Ég vil bara fá frið, ég vil fá vinnufrið til þess núna að vinna fyrir mitt félag. Hvernig væri ef þau myndu bara gefa mér þennan frið? Ég sagði mig frá þessu til að gefa þessu fólki rými til að taka yfir Alþýðusambandið, ég hef ekki lýst því yfir að markmiðin séu einhver önnur. Þau fengu þetta rými, þau voru með yfirlýst markmið um að gera allt sem í þeirra valdi stóð til að ganga úr skugga um að við næðum ekki kjöri.“
Ragnar telur ekki ólíklegt að fleiri sem hafa boðið sig fram í miðstjórn ASÍ séu að íhuga að draga framboð sitt til baka.
„Eins og til dæmis varaformaður VR tók ákvörðun um að draga framboð sitt til baka. En hún náði ekki að gera það vegna þess að það var gert hlé á dagskrá.“
Segir hann yfirlýsingarnar í dag í raun sýna á hvaða vegferð þau eru sem hafa verið gagnrýnin á framboð þremenninganna.
„Hvað þarf að gerast til að þau hætti, til þess að við í VR fáum frið til að vinna fyrir fólkið okkar? Ég veit ekki hvað þarf til. En þetta er endalaust. Þetta undirstrikar ástæðu þess að ég tel ASÍ ekki vera vettvang fyrir kjarabaráttuna sem er framundan. Allavega ekki hvað VR varðar. Nú er ég í þeirri stöðu að ég er að einbeita mér eingöngu að því að ná fram góðri niðurstöðu fyrir okkar félagsfólk.“
Ragnar segir nú í skoðun hvort mögulegt sé að mynda bandalög fyrir komandi kjaraviðræður. Viðræður þess efnis hafi átt sér stað fyrir þingið, m.a. við fulltrúa SGS, iðnaðarmanna og Landsambands verslunarmanna.
„Við vorum að ræða möguleikana á því að geta unnið saman og það var rosalega góður andi í hópnum. Og það vakti í mér góða von að þetta væri hægt að gera á vettvangi Alþýðusambandsins en ég hafði svo sannarlega rangt fyrir mér. Það er ekki einu sinni nóg að rétta þessu fólki Alþýðusambandið upp í hendurnar, það þarf að halda áfram.“