Ótti yfir því að hafa ekki fengið öll embættin

Ótti yfir því að hafa ekki fengið öll embættin

Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður ASÍ-UNG, telur að verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafi dregið framboð sín til baka á þingi ASÍ í gær vegna þess að þau hafi ekki verið með meirihluta í öll embættin.

Ótti yfir því að hafa ekki fengið öll embættin

Átök innan verkalýðshreyfingarinnar | 12. október 2022

Ástþór Jón Ragnheiðarson.
Ástþór Jón Ragnheiðarson. Ljósmynd/ASÍ

Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður ASÍ-UNG, telur að verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafi dregið framboð sín til baka á þingi ASÍ í gær vegna þess að þau hafi ekki verið með meirihluta í öll embættin.

Ástþór Jón Ragnheiðarson, formaður ASÍ-UNG, telur að verkalýðsforingjarnir Ragnar Þór Ingólfsson, Sólveig Anna Jónsdóttir og Vilhjálmur Birgisson hafi dregið framboð sín til baka á þingi ASÍ í gær vegna þess að þau hafi ekki verið með meirihluta í öll embættin.

„Ég held að það liggi svolítið ljóst fyrir vegna þess að ég vil meina að það sé óeining í VR út af því hvernig þessum málum er háttað,“ segir Ástþór Jón og bætir við að VR hafi fundað í gær vegna stöðu mála. 

„Við sjáum það kannski best á því að á þinginu núna er ennþá stór hluti af þingfulltrúum VR. Ég held að þetta snúist um ótta yfir því að hafa ekki fengið öll embættin,“ segir hann, en blaðamaður ræddi við Ástþór Jón skömmu áður en þingi ASÍ var frestað. 

„Ef við tökum tölurnar þá hafi þessi félög öll vissulega verið með meirihluta þingfulltrúa en það er nú bara þannig að VR er ekki Ragnar Þór, Efling er ekki Sólveig Anna og VFLA [Verkalýðsfélag Akraness] er ekki Vilhjálmur,“ greinir hann frá og tekur fram að fulltrúar Eflingar hafi einnig verið á þinginu þrátt fyrir brotthvarf Sólveigar Önnu í gær.

„Fólk er með mismunandi skoðanir.“

mbl.is