Segir atburðarásina „hannaða“ fyrir þingið

Segir atburðarásina „hannaða“ fyrir þingið

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, telur atburðarás gærdagsins hafa verið „hannaða“ fyrir Alþýðusambandsþingið og segir hún uppákomuna ekki hafa komið á óvart. Þar vísar hún til þess þegar formenn þriggja verkalýðsfélaga drógu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka. 

Segir atburðarásina „hannaða“ fyrir þingið

Átök innan verkalýðshreyfingarinnar | 12. október 2022

„Það var þeirra ákvörðun að labba út, það var enginn …
„Það var þeirra ákvörðun að labba út, það var enginn sem bað þau um það,“ segir Halldóra í samtali við mbl.is. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, telur atburðarás gærdagsins hafa verið „hannaða“ fyrir Alþýðusambandsþingið og segir hún uppákomuna ekki hafa komið á óvart. Þar vísar hún til þess þegar formenn þriggja verkalýðsfélaga drógu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka. 

Halldóra Sigríður Sveinsdóttir, formaður stéttarfélagsins Bárunnar, telur atburðarás gærdagsins hafa verið „hannaða“ fyrir Alþýðusambandsþingið og segir hún uppákomuna ekki hafa komið á óvart. Þar vísar hún til þess þegar formenn þriggja verkalýðsfélaga drógu framboð sín til miðstjórnar ASÍ til baka. 

Sjálf hefði hún kosið að klára þing ASÍ í dag og greiddi hún atkvæði í samræmi við það.

„Það var þeirra ákvörðun að ganga út, það var enginn sem bað þau um það. Að einhver sátt náist, það er óskandi og ég vona það. Alþýðusambandið er stærra en persónurnar í sambandinu og við viljum alls ekki að Alþýðusambandið gliðni í sundur en þetta eru samt kunnuglegar aðferðir hjá þeim – að vera alltaf með þrýsting að þeirra sjónarmið nái fram að ganga. Þetta var hannað, tel ég, fyrir þingið, þessi atburðarás. Þannig að þetta kemur ekkert á óvart.“

„Við erum ekki vön að ganga á dyr“

Formennirnir sem um ræðir eru þau Ragnar Þór Ingólfsson, formaður VR, Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, og Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins og Verkalýðsfélags Akraness. Hafði Ragnar þó gefið kost á sér í embætti forseta en Sólveig og Vilhjálmur í embætti 2. og 3. varaforseta.

Spurð hvort hún telji mögulegt að það verði meiri sátt innan ASÍ, gangi VR, Efling og VLFA úr sambandinu, segir Halldóra ómögulegt að segja til um það.

„Það verða alltaf einhverjar persónur og leikendur sem eru ósáttir, og við erum ekkert alltaf sammála. En við erum ekki vön að ganga á dyr þó við séum ósammála. Ég veit ekki hvort það verði sátt eða ekki sátt. Það verður náttúrlega alltaf einhver undiralda. En við sjáum hvað setur. Fólk er tilbúið að reyna að setjast niður og sætta málið.“

Færsla Ragnars „fyrirsláttur“

Ragnar Þór birti færslu á Facebook í gær, þar sem hann útskýrði ákvörðun sína um að draga framboðið til baka. Þar sagði hann síðustu daga og vikur fyrir þingið hafa litast af ótrúlega ósmekklegri orðræðu og árásum á hans persónu.

Ég var ítrekað kallaður valdasjúkur ofbeldismaður og sakaður um að ætla að segja upp öllu starfsfólki ASÍ kæmist ég til valda,“ skrifaði Ragnar.

Halldóra hefur verið óhrædd við að gagnrýna framboð Ragnars og má því ætla að orð hans hafi m.a. beinst að henni.

„Þetta er bara einhver fyrirsláttur. Þeir nota hana sem tylliástæðu og ég hef svo sem enga skoðun á því,“ segir Halldóra og bætir við: „Þetta fólk studdi hópuppsagnir Eflingar og það var farið að tala um að segja upp starfsfólki ASÍ og hreinsa allt út þannig að ég bara sá mér ekki annað fært en að verja starfsfólk. Það er það sem ég geri, ég ver félagsmenn. Það er okkar hlutverk.“

mbl.is