„Ástin dró mig inn í þessa íbúð“

Heimilislíf | 13. október 2022

„Ástin dró mig inn í þessa íbúð“

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Hún býr í sjarmerandi íbúð í gamla Vesturbænum ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Þorra Péturssyni, og sonum sínum tveimur.

„Ástin dró mig inn í þessa íbúð“

Heimilislíf | 13. október 2022

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Hún býr í sjarmerandi íbúð í gamla Vesturbænum ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Þorra Péturssyni, og sonum sínum tveimur.

Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur er gestur Heimilislífs þessa vikuna. Hún býr í sjarmerandi íbúð í gamla Vesturbænum ásamt eiginmanni sínum, Gunnari Þorra Péturssyni, og sonum sínum tveimur.

Ása Helga er leikstjóri kvikmyndarinnar Svar við bréfi Helgu sem er byggð á bók Bergsveins Birgissonar. Svar við bréfi Helgu er önnur kvikmynd Ásu Helgu en áður gerði hún Svaninn sem vann til fjölmargra verðlauna. 

Þegar Ása Helga er spurð að því hvað hafi dregið hana inn í þessa íbúð segir hún að það hafi verið ástin. Gunnar eiginmaður hennar bjó nefnilega í íbúðinni þegar þau kynntust. 

„Ég var nýflutt heim frá Bandaríkjunum, þar sem ég var að læra kvikmyndagerð, þegar ég kynntist Gunna manninum mínum á fyrirlestri hjá mömmu minni,“ segir Ása Helga.

Hún segir að kynni hennar við Gunnar hafi verið fljót að vinda upp á sig og nú búa þau ekki bara tvö í íbúðinni, heldur fjögur þar sem þau eiga tvo drengi saman.  

„Þessi íbúð er búin að þróast með okkur,“ segir hún en til að byrja með voru þau með sitthvort vinnuherbergið í íbúðinni en nú hafa synirnir tekið þau yfir og á dögunum veggfóðruðu þau annað barnaherbergið með afar fallegu veggfóðri eins og sjá má í þættinum Heimilislífi. 

mbl.is