Hvað lét „hrukkulaus“ Madonna gera?

Fegrunaraðgerðir | 13. október 2022

Hvað lét „hrukkulaus“ Madonna gera?

Útlit tónlistarkonunnar Madonnu vakti talsverða athygli á dögunum þegar hún birti myndband af sér með bleikt hár og aflitaðar augabrúnir. Það var þó frekar andlitsfall hennar og lýtalaus húð sem vakti meiri athygli og sögðu aðdáendur hennar hana varla líta út eins og Madonna lengur. 

Hvað lét „hrukkulaus“ Madonna gera?

Fegrunaraðgerðir | 13. október 2022

Lýtalæknar telja Madonnu hafa farið í fjölda lýtaaðgerða.
Lýtalæknar telja Madonnu hafa farið í fjölda lýtaaðgerða. Samsett mynd

Útlit tón­list­ar­kon­unn­ar Madonnu vakti tals­verða at­hygli á dög­un­um þegar hún birti mynd­band af sér með bleikt hár og aflitaðar auga­brún­ir. Það var þó frek­ar and­lits­fall henn­ar og lýta­laus húð sem vakti meiri at­hygli og sögðu aðdá­end­ur henn­ar hana varla líta út eins og Madonna leng­ur. 

Útlit tón­list­ar­kon­unn­ar Madonnu vakti tals­verða at­hygli á dög­un­um þegar hún birti mynd­band af sér með bleikt hár og aflitaðar auga­brún­ir. Það var þó frek­ar and­lits­fall henn­ar og lýta­laus húð sem vakti meiri at­hygli og sögðu aðdá­end­ur henn­ar hana varla líta út eins og Madonna leng­ur. 

Lýta­lækn­ir­inn Es­h­an Ali, fram­kvæmda­stjóri Bever­ly Hills Concier­ge Doctor and Ur­gent Care, seg­ir í sam­tali við Page Six að hann telji að Madonna hafi farið í að minnsta kosti níu lýtaaðgerðir til að ná þessu út­liti. 

Madonna fyrir nokkrum áratugum.
Madonna fyr­ir nokkr­um ára­tug­um. mbl.is

„Hún er greini­lega búin að fara í and­lits­lyft­ingu. Þú sérð hvernig húðin er toguð aft­ur og þétt, eng­ar fín­ar lín­ur eða hrukk­ur. And­lits­lyft­ing breyt­ir líka lög­un­ina í kring­um aug­un, sem þú sérð á mynd­inni að eru toguð aft­ur,“ sagði Ali. 

Hann seg­ir líka lík­legt að hún­hafi farið í aðgerð á nef­inu til að gera nef­brodd­inn hvass­ari. Einnig að hún hafi farið í bótox á nokkr­um stöðum. „Hreyf­ing­in í and­lit­inu er rosa­lega lít­il og eng­ar lín­ur sem gefa til­finn­ing­ar til kynna, sem staðfest­ir að hún er með fylli­efni í enn­inu, við aug­un og á milli auga­brún­anna,“ sagði Ali. 

Ali tók einnig eft­ir því að kinn­bein henn­ar virðist ansi há og að það bendi til kynna að hún hafi látið gera eitt­hvað við þau. 

Aðgerðir fyr­ir 4,3 millj­ón­ir króna

Ann­ar lýta­lækn­ir hjá Plump Cos­metic and Inj­ecta­bles, Pamela Win­ber­ger, tel­ur að út­lit henn­ar sé eins og það er vegna ára­langr­ar notk­un­ar á fylli­efn­um. 

Seg­ir hún að Madonna hafi senni­lega byrjað að fá sér fylli­efni kinn­arn­ar fyr­ir mörg­um ári og að það hafi safn­ast sam­an. Það hafi breytt and­lits­falli henn­ar mikið. „Ég elskaði kjálkalín­una henn­ar áður, núna er hún of flöt að mínu mati,“ sagði Wein­ber­ger og út­skýr­ir að bótoxi sé brautað í kjálkalín­una til að grenna hana. 

Pamela Weinberger telur Madonnu hafa látið breyta kjálkalínu sinni.
Pamela Wein­ber­ger tel­ur Madonnu hafa látið breyta kjálkalínu sinni. MIKE CASSESE

Hún tel­ur samt Madonnu ekki hafa farið í þá aðgerð held­ur í fitu­sog und­ir hök­unni og í háls­lyft­ingu, til að losna við lausa húð og skerpa á kjálkalín­unni. Að henn­ar mati gætu all­ar aðgerðirn­ar sem Madonna hef­ur farið í kostað um 30 þúsund banda­ríkja­dali eða um 4,3 millj­ón­ir króna.

mbl.is