Pétur Pan er genginn út

Ást í Hollywood | 14. október 2022

Pétur Pan er genginn út

Leikarinn Jeremy Sumpter kvæntist eiginkonu sinni, Elizabeth Treadway, í glæsilegu brúðkaupi í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum hinn 1. október síðastliðinn. 

Pétur Pan er genginn út

Ást í Hollywood | 14. október 2022

Leikarinn Jeremy Sumpter og eiginkona hans, Elizabeth Treadway gengu í …
Leikarinn Jeremy Sumpter og eiginkona hans, Elizabeth Treadway gengu í hjónaband í byrjun október. Skjáskot/Instagram

Leikarinn Jeremy Sumpter kvæntist eiginkonu sinni, Elizabeth Treadway, í glæsilegu brúðkaupi í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum hinn 1. október síðastliðinn. 

Leikarinn Jeremy Sumpter kvæntist eiginkonu sinni, Elizabeth Treadway, í glæsilegu brúðkaupi í Tennessee-fylki í Bandaríkjunum hinn 1. október síðastliðinn. 

Sumpter er hvað þekktastur fyrir hlutverk sitt í kvikmyndinni Peter Pan frá árinu 2003 þar sem hann fór með aðalhlutverkið. 

Sumpter fór með hlutverk Pétur Pans í samnefndri kvikmynd.
Sumpter fór með hlutverk Pétur Pans í samnefndri kvikmynd. Skjáskot/Imdb.com

Dagurinn fullkominn

Í samtali við People sagði Treadway daginn hafa verið fullkominn. „Allir voru yfir sig hrifnir af blómunum, skreytingunum, matnum og staðnum,“ bætti hún við. Sumpter var sammála eiginkonu sinni. „Ég fékk að giftast ástinni minni með öllum nánustu vinum mínum. Þetta var algjörlega fullkomið,“ sagði hann. 

Að sögn hjónanna var hápunktur kvöldsins þegar Treadway fékk ósk sína uppfyllta um að dansa við eiginmann sinn berfætt á grasinu undir stjörnunum. Að því loknu fékk Sumpter ósk sína uppfyllta með karaókí í hlöðunni þar sem veislan var haldin. Hjónin virðast því alsæl með daginn. 

mbl.is