Styrkir hjónabandið að vera á einum bíl

Áhugavert fólk | 14. október 2022

Styrkir hjónabandið að vera á einum bíl

Þorlákur Ómar Einarsson var 22 ára þegar hann fann sína fjöl í lífinu en síðan þá hefur hann starfað sem fasteignasali. Á þessum 40 árum í sama starfi hefur hann upplifað margar sveiflur en hann byrjaði á Eignaumboðinu 1982. Hann segir að það sé búið að hægjast verulega á markaðnum en að fasteignaverð sé ekki að lækka. 

Styrkir hjónabandið að vera á einum bíl

Áhugavert fólk | 14. október 2022

Þorlákur Ómar Einarsson fasteignasali á Stakfell hefur verið í sama …
Þorlákur Ómar Einarsson fasteignasali á Stakfell hefur verið í sama starfinu frá 22 ára aldri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Þorlákur Ómar Einarsson var 22 ára þegar hann fann sína fjöl í lífinu en síðan þá hefur hann starfað sem fasteignasali. Á þessum 40 árum í sama starfi hefur hann upplifað margar sveiflur en hann byrjaði á Eignaumboðinu 1982. Hann segir að það sé búið að hægjast verulega á markaðnum en að fasteignaverð sé ekki að lækka. 

Þorlákur Ómar Einarsson var 22 ára þegar hann fann sína fjöl í lífinu en síðan þá hefur hann starfað sem fasteignasali. Á þessum 40 árum í sama starfi hefur hann upplifað margar sveiflur en hann byrjaði á Eignaumboðinu 1982. Hann segir að það sé búið að hægjast verulega á markaðnum en að fasteignaverð sé ekki að lækka. 

„Það er búið að hægjast verulega á markaðnum og þó að framboð hafi aukist eitthvað af húsnæði þá er það óverulegt miðað við hvernig það þyrfti að vera. Það er ekkert mikið að koma inn af fasteignum í sölu. Það þyrftu að vera 3-4000 íbúðir á sölu,“ segir Þorlákur og bætir við: 

„Fyrr á árinu voru 400 eignir á skrá og þótt það hafi aukist um 100% þá er það samt allt of lítið,“ segir hann og er ekki ánægður með stýrivaxtahækkanir Seðlabanka Íslands. 

„Ég er ekki ánægður með að það sé talað um fasteignamarkaðinn eins og eitthvað skrímsli. Það sé honum að kenna að það sé verðbólga í landinu.“

Þorlákur segir að það hefði alveg verið hægt að hægja á markaðnum í rólegheitunum. 

„Með þessu er Seðlabankinn og stjórnsýslan að skera niður alla fyrstu kaupendur. Hengjan stækkar og svo verður nákvæmlega sama umhverfi búið til aftur. Á einhverjum tímapunkti fara bankarnir aftur að lækka vexti og þá verður þetta allt eins aftur,“ segir hann.

Hvað þarf að gera fyrir fyrstu kaupendur?

„Kenna þeim að spara," segir hann og hlær: 

„Fyrst og fremst þurfa borgaryfirvöld að skipuleggja lóðir þar sem byggðar eru íbúðir sem henta fyrstu kaupendum eins og gert var í Hraunbænum á sínum tíma og í neðra Breiðholtinu. Þar voru byggðar blokkir með íbúðum sem voru 50, 70 og 90 fm og hentuðu þessum hópi. 

Er fasteignaverð að lækka?

„Nei, það er ekki að lækka. Það tekur kannski örlítið lengri tíma að selja eignir en verðið er ekki á niðurleið,“ segir hann. 

Bjóstu við þessari dýfu sem er í gangi núna?

„Já við gerðum það. Við byrjuðum  að undirbúa okkur í byrjun ársins. Við sáum hvert þetta var að fara. Í ljósi þess hvað er lítið framboð af nýbyggingum og eldra húsnæði. Maður vissi að það yrði samdráttur,“ segir hann. 

Hvað gerðuð þið til að undirbúa samdráttinn?

„Við reyndum að draga úr kostnaði og breyttum um auglýsingastefnu hjá okkur. Fórum að búa til öðruvísi auglýsingar. Í aukinni samkeppni þarf að gera hlutina öðruvísi,“ segir Þorlákur og er þá að vísa í myndbönd sem hann fór að búa til og birta á netinu. 

Þorlákur segir að það sé ríkt í Íslendingum að vilja eiga sitt eigið húsnæði en játar að fólk sæki í minna húsnæði núna. 

„Fyrir nokkrum árum vildu allir stórar íbúðir með stórum stofum. Það er minni eftirspurn eftir því í dag. Unga fólkið sem kaupir sér nýbyggingar vill að þær séu umhverfisvænar og svansvottaðar. Eignastefnan á Íslandi hefur ekkert breyst. Fólk vill eiga sitt eigið húsnæði en eins og staðan er núna er verið að neyða fólk út á leigumarkaðinn þegar umræðan um fasteignamarkaðinn er eins og hún er,“ segir Þorlákur.

Hjónin Þorlákur Ómar Einarsson og Sara María Karlsdóttir vinna saman …
Hjónin Þorlákur Ómar Einarsson og Sara María Karlsdóttir vinna saman á fasteignasölunni. mbl.is/Ágúst Óliver Erlingsson

Þorlákur og eiginkona hans, Sara María Karlsdóttir, vinna saman á fasteignastofunni Stakfelli. Hann segir að þau hafi sjálf dregið saman seglin og eitt af því hafi verið að selja annan bílinn og deila einum bíl. 

„Það er rúmt ár síðan við seldum annan bílinn og ákváðum að prufa að vera á einum bíl. Okkur finnst mjög notalegt að keyra saman í vinnuna á morgnana en í bílnum nýtum við tímann vel til að tala saman. Síðan er ég á skrifstofunni allan daginn og fer nánast ekkert út úr húsi. Mér finnst mikilvægt að vera á staðnum. Þegar ég mæti í vinnuna á morgnana þá er ég fjóra daga vikunnar búinn að fara á æfingu í Mjölni,“ segir hann. 

Finnst þér þessar bílferðir ykkar hjónanna hafa styrkt sambandið? 

„Já, það hefur gert það. Við erum miklir vinir og tölum mikið saman. Það er gott að tala saman í bílnum. Þar er ekkert áreiti og svo getur enginn farið út úr honum ef við erum ekki sammála,“ segir hann og hlær.

„Þegar við förum heim á kvöldin förum við yfir daginn og svo reynum við að sleppa vinnunni þegar við erum heima,“ segir hann. 

mbl.is