Svona lítur hún út í dag

Fegrunaraðgerðir | 14. október 2022

Svona lítur hún út í dag

Lítið hefur heyrst til Melanie Griffith að undanförnu en ferill hennar hefur tekið ýmsar dýfur í gegnum tíðina. Þá hafa einnig misheppnuð hjónabönd tekið sinn toll af hinni 65 ára leikkonu.

Svona lítur hún út í dag

Fegrunaraðgerðir | 14. október 2022

Melanie Griffith var eitt sinn gift hjartaknúsaranum Antonio Banderas.
Melanie Griffith var eitt sinn gift hjartaknúsaranum Antonio Banderas. AFP

Lítið hef­ur heyrst til Mel­anie Griffith að und­an­förnu en fer­ill henn­ar hef­ur tekið ýms­ar dýf­ur í gegn­um tíðina. Þá hafa einnig mis­heppnuð hjóna­bönd tekið sinn toll af hinni 65 ára leik­konu.

Lítið hef­ur heyrst til Mel­anie Griffith að und­an­förnu en fer­ill henn­ar hef­ur tekið ýms­ar dýf­ur í gegn­um tíðina. Þá hafa einnig mis­heppnuð hjóna­bönd tekið sinn toll af hinni 65 ára leik­konu.

Fyrst var hún gift Don John­son en svo kynnt­ist hún spænska leik­ar­an­um Ant­onio Band­eras og þau áttu í miklu ástar­ævin­týri í um tvo ára­tugi eða til árs­ins 2014. Griffith hef­ur sagt í viðtali að hún upp­lifði sig fasta í sam­band­inu og þess vegna hefði hjóna­band þeirra liðaðst í sund­ur. „Ég var bara föst. Það var eng­um nema mér að kenna og ég læt það ekki ger­ast aft­ur,“ sagði Griffith í viðtali.

Útlit Griffith hef­ur oft verið á milli tann­ana á fólki en hún þykir hafa farið ansi frjáls­lega með fegr­un­araðgerðir. Í viðtali við tíma­ritið Port­er árið 2017 viður­kenn­ir hún að hafa ef til vill gengið of langt á tíma­bili í lýtaaðgerðum. „Ég áttaði mig ekki á hversu slæmt þetta var fyrr en fólk var farið að segja „Al­mátt­ug­ur, hvað hef­ur hún gert við and­litið á sér?“. Þá fór ég til ann­ars lækn­is og hann fór að leysa upp alls kon­ar sem hinn lækn­ir­inn hafði gert. Von­andi lít ég eðli­leg­ar út í dag.“

Melanie Griffith ber aldurinn með prýði og skartar nýrri hárgreiðslu …
Mel­anie Griffith ber ald­ur­inn með prýði og skart­ar nýrri hár­greiðslu sem fer henni afar vel. AFP
Melanie Griffith ásamt Jamie Lee Curtis og Arnold Schwarzenegger.
Mel­anie Griffith ásamt Jamie Lee Curt­is og Arnold Schw­arzenegger. AFP



View this post on In­sta­gram

A post shared by MEL­ANIE (@mel­aniegriffith)

Melanie Griffith og Arnold Schwarzenegger sáust saman á dögunum.
Mel­anie Griffith og Arnold Schw­arzenegger sáust sam­an á dög­un­um. AFP
Leikkonurnar Kyle Richards og Melanie Griffith við frumsýningu myndarinnar
Leik­kon­urn­ar Kyle Rich­ards og Mel­anie Griffith við frum­sýn­ingu mynd­ar­inn­ar "Halloween Ends". AFP
mbl.is