Atli Már Steinarsson, dagskrárgerðarmaður og framleiðslustjóri hjá Rás 2, pælir lítið í tísku og segist vera með sama úlpusmekk og nokkrar eldri konur.
Atli Már Steinarsson, dagskrárgerðarmaður og framleiðslustjóri hjá Rás 2, pælir lítið í tísku og segist vera með sama úlpusmekk og nokkrar eldri konur.
Atli Már Steinarsson, dagskrárgerðarmaður og framleiðslustjóri hjá Rás 2, pælir lítið í tísku og segist vera með sama úlpusmekk og nokkrar eldri konur.
Hvað ertu að fást við þessa dagana?
„Ég er með tvo unna þætti í gangi, Þú veist betur, þar sem ég forvitnast um alls kyns hluti með samtölum við sérfræðinga og er nýbúinn að kafa ofan í svarthol, og svo Þræði með Ingvari Þór, sem er nýbyrjaður og snýst um að finna efni úr safninu, oft mjög gamalt, og reyna að setja það í samhengi við nútímann. Fyrir utan það tala ég við landsmenn alla laugardaga í Atli það ekki og vinn svo í ýmsum verkefnum og hljóði á Rás 2. Og rífst við freka kalla.“
Hvernig heldur þú þér hressum í skammdeginu?
„Mér finnst eiginlega mikilvægt að sætta sig við að geta það ekki. Að stundum sé bara dimmt og kalt og þá á maður bara að vera góður við sjálfan sig. Að muna að allt þetta dót hefur áhrif á mann slær svolítið vopnin úr höndunum á skammdeginu. En svo fer ég líka í ræktina, drekk heimagerðan kefir og reyni að grínast sem mest.“
Hvað borðar þú í morgunmat?
„Eitt kefirboost með banana og jarðarberjum, svo maískex með hnetusmjöri og banana. Hafragraut þegar ég nenni líka.“
Pælir þú mikið í tísku?
„Nei, alls ekki.“
Áttu þér uppáhaldsflík?
„Já, líklegast síðu 66°norður/Ganni-úlpuna mína sem aðeins ég og nokkrar eldri konur virðumst eiga.“
Hvaða hlutur er ómissandi?
„Concerta og heyrnartól.“
Hvaða óþarfa keyptir þú síðast?
„Ég er á því að svo lengi sem þér finnist þú þurfa eitthvað, þó það sé bara í einn dag, þá sé það ekki óþarfi. Að því sögðu þá er heimili mitt fullt af hlutum sem hafa síðan einum degi seinna vissulega orðið óþarfi.“
Hvað gerir þú til þess að halda þér í formi?
„Fer í ræktina og lyfti lóðum. Helst eins þungum og ég kemst upp með.“
Er eitthvert lag í sérstaklega mikilli spilun hjá þér núna?
„Láttu það ganga með Ella Grill og Kött Grá Pjé. Versið hans Kötts er nötts.“
Hvaða bók er á náttborðinu hjá þér?
„Ég er að rótera Undir himninum eftir Eirík Guðmunds, History of the world eftir Andrew Marr og Best of Calvin and Hobbes þessa dagana.“
Hvað ert þú að horfa á?
„Don't hug me, I'm scared er eitt það fyndnasta sem ég hef séð. Sem er erfitt eftir að The Rehearsal með Nathan Fielder kláraðist.“
Hvaða hlaðvarpsþætti hlustar þú á?
„Alltof marga. Þú veist betur, má ég segja það? Annars finnst mér Conan Needs a Friend og Behind the Bastards skemmtilegt.“
Hvaða borg er í uppáhaldi hjá þér?
„Liverpool“.
Ef peningar væru ekki vandamálið, hvert færir þú í ferðalag?
„Mig langar í safarí til Egyptalands. Og Kenýa.“
Hver er vinsælasti rétturinn í eldhúsinu þínu?
„Laxaskálin sem kærastan mín gerir er eitt það besta sem ég fæ.“
Hvaða snjallforrit notar þú mest?
„Audible og Reddit, held ég.“