Leikarinn Pierce Brosnan stal stíl Birgittu Haukdal í vikunni þegar hann mætti í bleikum jakkafötum að kynna nýjustu mynd sína, Black Adam. Kynningin var í Lundúnum en ekki er langt síðan íslenska söngkonan var í borginni í bleikri buxnadragt.
Leikarinn Pierce Brosnan stal stíl Birgittu Haukdal í vikunni þegar hann mætti í bleikum jakkafötum að kynna nýjustu mynd sína, Black Adam. Kynningin var í Lundúnum en ekki er langt síðan íslenska söngkonan var í borginni í bleikri buxnadragt.
Leikarinn Pierce Brosnan stal stíl Birgittu Haukdal í vikunni þegar hann mætti í bleikum jakkafötum að kynna nýjustu mynd sína, Black Adam. Kynningin var í Lundúnum en ekki er langt síðan íslenska söngkonan var í borginni í bleikri buxnadragt.
Birgitta Haukdal birti fyrir nokkrum dögum mynd af sér í fallegri bleikri dragt. Það er engu líkara en stílistar James Bond-leikarans hafi séð til Birgittu á götum Lundúnarborgar og ákveðið að stela stíl hennar. Jakkaföt Brosnans voru frá Viggo London.
Reyndar er Brosnan duglegur að feta í fótspor Birgittu. Hann lék í kvikmyndinni Eurovision sem gerðist á Húsavík. Sagan þótti minna marga á sögu Birgittu sem er frá Húsavík og tók þátt í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva árið 2003.
Bæði Birgitta og Brosnan eiga þó ef til vill það sameiginlegt að fylgja vinsælum tískustraumum. Bleiki liturinn hefur verið afar vinsæll að undanförnu auk þess sem buxnadragtir hafa notið gríðarlegra vinsælda og ekki að ástæðulausu. Þær eru einfaldlega flottar. Það eru aðeins um tvær vikur síðan Michelle Obama, fyrrverandi forsetafrú Bandaríkjanna, afhenti verðlaun í bleikri buxnadragt.