„Ég hef alltaf álitið sjálfa mig frekar vel lesna í sambandi við flest heilbrigðistengt, en eftir að hafa hingað til átt skrautlegt ár 2022 með sjúkrabílsinnlögnum í tvígang, fyrst vegna gruns um hjartatruflanir og síðar vegna yfirliðs á almannafæri þar sem ég vaknaði inni í heilaskanna sem og ýmiss konar mjög óþægilegra einkenna og almennrar vanlíðanar er ég loksins komin með á hreint, að ég er bara á breytingaskeiðinu,“ segir Björg.
„Ég hef alltaf álitið sjálfa mig frekar vel lesna í sambandi við flest heilbrigðistengt, en eftir að hafa hingað til átt skrautlegt ár 2022 með sjúkrabílsinnlögnum í tvígang, fyrst vegna gruns um hjartatruflanir og síðar vegna yfirliðs á almannafæri þar sem ég vaknaði inni í heilaskanna sem og ýmiss konar mjög óþægilegra einkenna og almennrar vanlíðanar er ég loksins komin með á hreint, að ég er bara á breytingaskeiðinu,“ segir Björg.
„Ég hef alltaf álitið sjálfa mig frekar vel lesna í sambandi við flest heilbrigðistengt, en eftir að hafa hingað til átt skrautlegt ár 2022 með sjúkrabílsinnlögnum í tvígang, fyrst vegna gruns um hjartatruflanir og síðar vegna yfirliðs á almannafæri þar sem ég vaknaði inni í heilaskanna sem og ýmiss konar mjög óþægilegra einkenna og almennrar vanlíðanar er ég loksins komin með á hreint, að ég er bara á breytingaskeiðinu,“ segir Björg.
Halló! Felst það ekki í hitakófum, skapvonsku og þyngdaraukningu?
Ó, nei. Ég er búin að læra, af sárri reynslu, að það er svo margt og miklu meira en það.
Þegar litið er til baka þá hefur þetta líklega byrjað í rólegheitunum þegar ég var um 43 ára. Í dag er ég 49 ára og þetta kom með skelli í ár.
Eftir alls konar rannsóknir, góðar samræður við vinkonur og kunningjakonur, fullt af „fundum með Gúggla“ og mörg þúsund króna fjárfestingum í jurta- og náttúrulækningalyfjum og nú síðast hormónageli frá kvensjúkdómalækni – þá er þetta allt að komast í jafnvægi.
„Einu“ kvillarnir sem ég berst við í dag, er endalaust suð fyrir eyrunum, sérstaklega á nóttunni, slitróttur svefn, kvíðaköst og stundum á ég erfitt með að tala í samfelldu máli.
En, þetta er allt að koma.
Listinn hér fyrir neðan er yfir 50 þekkt einkenni breytingaskeiðsins. Ef konur geta hakað við fleiri en 15, þá eru miklar líkur á því að líkami þeirra sé að „komast í gírinn“.
Einmitt núna passa 29 af þessum einkennum við mig en upphaflega gat ég merkt við 41 einkenni.
Líkamleg einkenni:
Hjartað:
Heyrnin:
Sjónin
Matur og melting:
Tilfinningalegar breytingar:
Svefn og draumfarir:
Flensu- eða kvefeinkenni – sem verða svo ekki að neinu:
Þreyta:
Sem betur fer er umræðan um breytingaskeiðið og alla þá fjölbreyttu fylgikvilla sem margar konur berjast við byrjuð að koma upp á yfirborðið í almennri umræðu.
Síðustu árin hef ég séð margar kunningja- og samstarfskonur lenda í kulnun, þunglyndi og almennri vanlíðan. Sumar hafa jafnvel yfirgefið vinnumarkaðinn um tíma vegna þessa.
Ef umræðan hefði verið opnari þá hefði kannski verið hægt að aðstoða fleiri þeirra við að sjá, að þetta gæti „bara“ stafað af hormónabreytingum og þess vegna verið hægt að stytta og jafnvel koma í veg fyrir vanlíðan þeirra.
Allan vanda er auðveldara að fást við ef á hann eru sett orð. Ekkert er mikilvægara en að deila reynslu sinni ef það getur, á einhvern máta, aðstoðað aðra við að komast heill í gegnum og í gegnum helvítis breytingarskeiðið!