Fá 35 milljónir aukalega fyrir úttekt

Kortlagning eignatengsla | 20. október 2022

Fá 35 milljónir aukalega fyrir úttekt

Samkeppniseftirlitið (SKE) mun, að eigin frumkvæði og með viðbótargreiðslu frá matvælaráðuneytinu, ráðast í sérstaka athugun á stjórnar- og eignartengslum í sjávarútvegi. Tilkynnt var um úttektina á vef ráðuneytisins í upphafi mánaðarins og að gerður hefði verið samningur milli ráðuneytisins og SKE. Ákvörðun um að ráðast í athugunina var tekin af SKE.

Fá 35 milljónir aukalega fyrir úttekt

Kortlagning eignatengsla | 20. október 2022

Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Stofnunin tekur sjálf ákvörðun …
Páll Gunnar Pálsson er forstjóri Samkeppniseftirlitsins. Stofnunin tekur sjálf ákvörðun um það hvort og hvernig gögn sem aflað verður verði nýtt til frekari rannsókna eða íhlutunar. mbl.is/Ómar Óskarsson

Samkeppniseftirlitið (SKE) mun, að eigin frumkvæði og með viðbótargreiðslu frá matvælaráðuneytinu, ráðast í sérstaka athugun á stjórnar- og eignartengslum í sjávarútvegi. Tilkynnt var um úttektina á vef ráðuneytisins í upphafi mánaðarins og að gerður hefði verið samningur milli ráðuneytisins og SKE. Ákvörðun um að ráðast í athugunina var tekin af SKE.

Samkeppniseftirlitið (SKE) mun, að eigin frumkvæði og með viðbótargreiðslu frá matvælaráðuneytinu, ráðast í sérstaka athugun á stjórnar- og eignartengslum í sjávarútvegi. Tilkynnt var um úttektina á vef ráðuneytisins í upphafi mánaðarins og að gerður hefði verið samningur milli ráðuneytisins og SKE. Ákvörðun um að ráðast í athugunina var tekin af SKE.

Í samningnum, sem ViðskiptaMoggi fékk afhentan frá ráðuneytinu, kemur þó fram að athugunin nær út fyrir eignarhald í sjávarútvegi. Til stendur að kanna eignarhald þeirra aðlila sem eiga hlut í sjávarúvegsfyrirtækjum í öðrum fyrirtækjum hér á landi, án tillits til þess á hvaða sviði þau starfa.

Í byrjun þessa mánaðar tilkynnti ráðuneytið að ráðist yrði í að kortleggja stjórnunar- og eignatengsl í sjávarútvegi og að gerður hefði verið samningur við SKE um að tryggja „fjárhagslegt svigrúm“ til að stofnunin gæti ráðist í úttektina. Fyrir þessa vinnu greiðir ráðuneytið 35 milljónir króna til SKE, sem ber að skila niðurstöðunni í sérstakri skýrslu sem verði afhent ráðuneytinu í lok næsta árs.

Í samningi ráðuneytisins og SKE kemur fram að SKE og aðrar stofnanir taki sjálfstæða ákvörðun um það hvort og hvernig gögn sem aflað verður verði í framhaldinu nýtt til frekari rannsókna eða íhlutunar eftirlitsstofnunarinnar.

Nánar er fjallað um málið í ViðskiptaMogganum.

mbl.is