Írönsk skólastúlka barin til bana af lögreglunni

Mótmæli í Íran | 20. október 2022

Írönsk skólastúlka barin til bana af lögreglunni

Fimmtán ára írönsk stúlka lést í síðustu viku eftir að hafa verið lamin í árás öryggissveita á skólann hennar.

Írönsk skólastúlka barin til bana af lögreglunni

Mótmæli í Íran | 20. október 2022

Skjáskot af tveimur konum í Tehran, höfuðborg Írans, án höfuðslæðu …
Skjáskot af tveimur konum í Tehran, höfuðborg Írans, án höfuðslæðu sem buðu almenningi upp á faðmlög í gær en á veggnum fyrir aftan þær stendur „faðmlög fyrir þá sem eru sorgmæddir". AFP

Fimmtán ára írönsk stúlka lést í síðustu viku eftir að hafa verið lamin í árás öryggissveita á skólann hennar.

Fimmtán ára írönsk stúlka lést í síðustu viku eftir að hafa verið lamin í árás öryggissveita á skólann hennar.

Stéttarfélag kennara greindi frá þessu og hvatti yfirvöld til að hætta að drepa saklausa mótmælendur.

Asra Panahi lést 13. október eftir að „óeinkennisklæddir lögreglumenn réðust á“ menntaskólann Shahed í borginni Ardabil í norðvesturhluta Írans, að sögn stéttarfélagsins.

Nemendurnir höfðu áður ferðast í miðbæinn vegna „hugmyndafræðilegs viðburðar“ á stað sem er þekktur fyrir að vera miðpunktur mótmæla sem spruttu upp eftir að Mahsa Maini lést í haldi írönsku lögreglunnar.

Einhverjir nemendur sem byrjuðu að „hrópa slagorð gegn mismunun og ójöfnuði“ urðu fyrir „ofbeldi og svívirðingum af völdum óeinkennisklæddra [lögreglumanna] og kvenna með höfuðslæður“, sagði stéttarfélagið.

Eftir að nemendurnir sneru aftur í skólann voru þeir lamdir á nýjan leik, að því er kom fram í yfirlýsingu.

„Eftir það lést því miður einn nemendanna, Asra Panahi, á sjúkrahúsi og þó nokkrir nemendur voru handteknir,“ sagði einnig í yfirlýsingunni. Þar kom einnig fram að annar nemandi sé í dái eftir að hafa orðið fyrir barsmíðum.

Í yfirlýsingunni gagnrýndi stéttarfélagið einnig yfirvöld skólans fyrir að láta nemendurna taka þátt í viðburðinum án samþykkis foreldra þeirra.

Sögðu aðrar skýringar á dauða hennar

Ríkissjónvarp Írans birti síðar viðtal við frænda Panahi sem sagði að hún hafi látist af völdum hjartabilunar.

Fulltrúi bæjarstjórnar Ardabil, Kazem Mousavi, sagði við fréttasíðuna Didban Iran að hún hafi „framið sjálfvíg eftir að hafa gleypt pillur“.

mbl.is